Mótmæla Brexit í Lundúnum: „Margir búnir að skipta um skoðun“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2017 17:38 Frá fjöldamótmælum vegna Brexit síðasta sumar. vísir/getty Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í dag til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við Brexit. Í dag hittust leiðtogar 27 aðildarríkja í Róm til þess að fagna sextugsafmæli Rómarsáttmálans. Þess má geta að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var ekki þeirra á meðal. Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Með Rómarsáttmálanum var lagður grunnur að Evrópusambandi nútímans en sáttmálinn var undirritaður af Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Vestur-Þýskalandi. Tugir þúsunda söfnuðust saman í Lundúnum, vel yfir þúsund í Edinborg og mótmælendur létu meira að segja sjá sig á götum Madrídar.Theresa May fór ekki til Rómar til þess að fagna afmæli Rómarsáttmálans.Vísir/AFPDavid Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins fullyrti í samtali við The Guardian að það væri leið aftur inn í Evrópusambandið. „Þegar upp er staðið snýst þetta um fólkið. Við höfum orðið áskynja þess að vilji fólksins sé nú annar, annað hljóð hefur komið í strokkinn [frá því í kosningum] Það eru margir Bretar á móti Brexit og fólk er að skipta um skoðun,“ sagði Lammy. Theresa May, forsætsráðherra Bretlands, mun tilkynna Evrópusambandinu formlega um útgöngu Bretlands þann 29. mars næstkomandi. Þar með er 50. grein Lissabon-sáttmálans virkjuð og hefjast í kjölfarið tveggja ára viðræður um úrsögn Breta. Bretland verður því endanlega búið að slíta sig frá sambandinu í mars 2019. Mótmælendur söfnuðust meðal annars saman fyrir framan þinghúsið í Lundúnum og vottuðu fórnarlömbum voðaverkanna við Westminister virðingu sína með mínútulangri þögn. Brexit Tengdar fréttir Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýninn á Brexit ákvörðunina, en ráðamenn ESB eru hins vegar bjartsýnir á framtíð sambandsins. 25. mars 2017 16:15 Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í Róm í dag til að fagna afmæli Rómarsáttmálans og til að ræða framtíð Evrópusambandsins. 25. mars 2017 09:14 Býður andstæðinga Brexit velkomna til Skotlands „Skotland er ekki fullt,“ segir Nicola Sturgeon. 18. mars 2017 16:59 Brexit-ferlið hefst formlega 29. mars Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálana, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. 20. mars 2017 11:53 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í dag til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við Brexit. Í dag hittust leiðtogar 27 aðildarríkja í Róm til þess að fagna sextugsafmæli Rómarsáttmálans. Þess má geta að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var ekki þeirra á meðal. Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Með Rómarsáttmálanum var lagður grunnur að Evrópusambandi nútímans en sáttmálinn var undirritaður af Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Vestur-Þýskalandi. Tugir þúsunda söfnuðust saman í Lundúnum, vel yfir þúsund í Edinborg og mótmælendur létu meira að segja sjá sig á götum Madrídar.Theresa May fór ekki til Rómar til þess að fagna afmæli Rómarsáttmálans.Vísir/AFPDavid Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins fullyrti í samtali við The Guardian að það væri leið aftur inn í Evrópusambandið. „Þegar upp er staðið snýst þetta um fólkið. Við höfum orðið áskynja þess að vilji fólksins sé nú annar, annað hljóð hefur komið í strokkinn [frá því í kosningum] Það eru margir Bretar á móti Brexit og fólk er að skipta um skoðun,“ sagði Lammy. Theresa May, forsætsráðherra Bretlands, mun tilkynna Evrópusambandinu formlega um útgöngu Bretlands þann 29. mars næstkomandi. Þar með er 50. grein Lissabon-sáttmálans virkjuð og hefjast í kjölfarið tveggja ára viðræður um úrsögn Breta. Bretland verður því endanlega búið að slíta sig frá sambandinu í mars 2019. Mótmælendur söfnuðust meðal annars saman fyrir framan þinghúsið í Lundúnum og vottuðu fórnarlömbum voðaverkanna við Westminister virðingu sína með mínútulangri þögn.
Brexit Tengdar fréttir Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýninn á Brexit ákvörðunina, en ráðamenn ESB eru hins vegar bjartsýnir á framtíð sambandsins. 25. mars 2017 16:15 Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í Róm í dag til að fagna afmæli Rómarsáttmálans og til að ræða framtíð Evrópusambandsins. 25. mars 2017 09:14 Býður andstæðinga Brexit velkomna til Skotlands „Skotland er ekki fullt,“ segir Nicola Sturgeon. 18. mars 2017 16:59 Brexit-ferlið hefst formlega 29. mars Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálana, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. 20. mars 2017 11:53 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýninn á Brexit ákvörðunina, en ráðamenn ESB eru hins vegar bjartsýnir á framtíð sambandsins. 25. mars 2017 16:15
Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í Róm í dag til að fagna afmæli Rómarsáttmálans og til að ræða framtíð Evrópusambandsins. 25. mars 2017 09:14
Býður andstæðinga Brexit velkomna til Skotlands „Skotland er ekki fullt,“ segir Nicola Sturgeon. 18. mars 2017 16:59
Brexit-ferlið hefst formlega 29. mars Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálana, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. 20. mars 2017 11:53
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila