Mótmæla Brexit í Lundúnum: „Margir búnir að skipta um skoðun“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2017 17:38 Frá fjöldamótmælum vegna Brexit síðasta sumar. vísir/getty Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í dag til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við Brexit. Í dag hittust leiðtogar 27 aðildarríkja í Róm til þess að fagna sextugsafmæli Rómarsáttmálans. Þess má geta að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var ekki þeirra á meðal. Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Með Rómarsáttmálanum var lagður grunnur að Evrópusambandi nútímans en sáttmálinn var undirritaður af Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Vestur-Þýskalandi. Tugir þúsunda söfnuðust saman í Lundúnum, vel yfir þúsund í Edinborg og mótmælendur létu meira að segja sjá sig á götum Madrídar.Theresa May fór ekki til Rómar til þess að fagna afmæli Rómarsáttmálans.Vísir/AFPDavid Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins fullyrti í samtali við The Guardian að það væri leið aftur inn í Evrópusambandið. „Þegar upp er staðið snýst þetta um fólkið. Við höfum orðið áskynja þess að vilji fólksins sé nú annar, annað hljóð hefur komið í strokkinn [frá því í kosningum] Það eru margir Bretar á móti Brexit og fólk er að skipta um skoðun,“ sagði Lammy. Theresa May, forsætsráðherra Bretlands, mun tilkynna Evrópusambandinu formlega um útgöngu Bretlands þann 29. mars næstkomandi. Þar með er 50. grein Lissabon-sáttmálans virkjuð og hefjast í kjölfarið tveggja ára viðræður um úrsögn Breta. Bretland verður því endanlega búið að slíta sig frá sambandinu í mars 2019. Mótmælendur söfnuðust meðal annars saman fyrir framan þinghúsið í Lundúnum og vottuðu fórnarlömbum voðaverkanna við Westminister virðingu sína með mínútulangri þögn. Brexit Tengdar fréttir Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýninn á Brexit ákvörðunina, en ráðamenn ESB eru hins vegar bjartsýnir á framtíð sambandsins. 25. mars 2017 16:15 Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í Róm í dag til að fagna afmæli Rómarsáttmálans og til að ræða framtíð Evrópusambandsins. 25. mars 2017 09:14 Býður andstæðinga Brexit velkomna til Skotlands „Skotland er ekki fullt,“ segir Nicola Sturgeon. 18. mars 2017 16:59 Brexit-ferlið hefst formlega 29. mars Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálana, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. 20. mars 2017 11:53 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í dag til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við Brexit. Í dag hittust leiðtogar 27 aðildarríkja í Róm til þess að fagna sextugsafmæli Rómarsáttmálans. Þess má geta að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var ekki þeirra á meðal. Sjá einnig: Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Með Rómarsáttmálanum var lagður grunnur að Evrópusambandi nútímans en sáttmálinn var undirritaður af Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Vestur-Þýskalandi. Tugir þúsunda söfnuðust saman í Lundúnum, vel yfir þúsund í Edinborg og mótmælendur létu meira að segja sjá sig á götum Madrídar.Theresa May fór ekki til Rómar til þess að fagna afmæli Rómarsáttmálans.Vísir/AFPDavid Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins fullyrti í samtali við The Guardian að það væri leið aftur inn í Evrópusambandið. „Þegar upp er staðið snýst þetta um fólkið. Við höfum orðið áskynja þess að vilji fólksins sé nú annar, annað hljóð hefur komið í strokkinn [frá því í kosningum] Það eru margir Bretar á móti Brexit og fólk er að skipta um skoðun,“ sagði Lammy. Theresa May, forsætsráðherra Bretlands, mun tilkynna Evrópusambandinu formlega um útgöngu Bretlands þann 29. mars næstkomandi. Þar með er 50. grein Lissabon-sáttmálans virkjuð og hefjast í kjölfarið tveggja ára viðræður um úrsögn Breta. Bretland verður því endanlega búið að slíta sig frá sambandinu í mars 2019. Mótmælendur söfnuðust meðal annars saman fyrir framan þinghúsið í Lundúnum og vottuðu fórnarlömbum voðaverkanna við Westminister virðingu sína með mínútulangri þögn.
Brexit Tengdar fréttir Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýninn á Brexit ákvörðunina, en ráðamenn ESB eru hins vegar bjartsýnir á framtíð sambandsins. 25. mars 2017 16:15 Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í Róm í dag til að fagna afmæli Rómarsáttmálans og til að ræða framtíð Evrópusambandsins. 25. mars 2017 09:14 Býður andstæðinga Brexit velkomna til Skotlands „Skotland er ekki fullt,“ segir Nicola Sturgeon. 18. mars 2017 16:59 Brexit-ferlið hefst formlega 29. mars Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálana, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. 20. mars 2017 11:53 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Brexit til marks um „lokaða þjóðernishyggju“ fortíðarinnar að mati forsætisráðherra Ítalíu Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýninn á Brexit ákvörðunina, en ráðamenn ESB eru hins vegar bjartsýnir á framtíð sambandsins. 25. mars 2017 16:15
Leiðtogar ESB ríkja fagna afmæli Rómarsáttmálans Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins munu hittast í Róm í dag til að fagna afmæli Rómarsáttmálans og til að ræða framtíð Evrópusambandsins. 25. mars 2017 09:14
Býður andstæðinga Brexit velkomna til Skotlands „Skotland er ekki fullt,“ segir Nicola Sturgeon. 18. mars 2017 16:59
Brexit-ferlið hefst formlega 29. mars Bresk stjórnvöld munu með þessu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálana, en þá munu tveggja ára viðræður hefjast þar sem samið verður um útgöngu Bretlands. 20. mars 2017 11:53