Bæjarstjórinn ætlar að beita sér fyrir því að HB Grandi verði áfram á Skaganum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 16:45 Sævar Freyr er nýtekinn við starfi bæjarstjóra á Akranesi. Akranes.is Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma. Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, mun funda með þingmönnum síns kjördæmis vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi HB Granda á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld og bæjarbúa ekki sætta sig við annað en að starfsemin verði áfram á Skaganum. „Við ætlum að funda með þingmönnum strax í kvöld og ná mönnum á tærnar. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast. Það er ágætt að rifja það upp að helmingur alls kvóta HB Granda kom hingað á sínum tíma og ef þessi starfsemi þarf að sameinast á einum stað þá viljum við tryggja að það verði hé rá Akranesi. Ekkert annað kemur til greina,“ segir Sævar Freyr. Bæjaryfirvöld muni reyna að koma til móts við þarfir HB Granda. „Við munum vinna að því að sannfæra HB Granda um að hér sé þeirra framtíðarstarfsemi. Hér er ekki verið að þrengja neitt að eins og í Reykjavík og hér verður allt til alls fyrir HB Granda.“ Nú vissuð þið fyrir nokkrum dögum hvað væri í vændum. Hafið þið gert eitthvað nú þegar til þess að reyna að sannfæra félagið um að vera áfram á sínum stað? „Eins og hefur komið fram þá segjast þeir ekki vera búnir að taka ákvörðun og að þeir séu tilbúnir til að ræða málin áfram. Það sem við höfum kynnt fyrir þeim eru nýjar hugmyndir um hvernig framtíðarhögun geti verið á starfseminni hér á Akranesi og vonum að það sé að opna málið upp á gátt og geri þeim kleift að halda áfram hér.“ Verði áform félagsins um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi að veruleika gætu allt að 93 starfsmenn misst viðurværi sitt. Sævar segir að það yrði algjört reiðarslag fyrir Skagamenn. „Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi hér framundan fyrir okkur. Sjávarútvegurinn hér er sálin í bænum okkar og partur af því sem þetta bæjarfélag snýst um. Og að fara að loka vinnslu eru mjög alvarleg tíðindi og hefur mjög mikil áhrif á samfélagið allt.“ Aðspurður segir hann hljóðið í bæjarbúum þessa dagana afar þungt, en bindur vonir við að hægt verði að leysa málin á sem skemmstum tíma.
Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Reiðarslag fyrir Skagamenn: „Það búast allir við hinu versta á miðvikudaginn“ "Fólk var bara mjög slegið og mikil þögn. Það var ekki klappað fyrir forstjóranum í þetta skiptið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskverkakona hjá HB Granda á Akranesi. 27. mars 2017 16:26
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57