Kári Stefáns hefur ekki haft samband við ofurmömmu íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 10:30 Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Sjá meira
Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Sjá meira