Kári Stefáns hefur ekki haft samband við ofurmömmu íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 10:30 Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, móðir fjögurra landsliðsmanna í fótbolta var í Akraborginni og ræddi þá við Hjört Hjartarson um strákana sína sem hafa allir fjórir skorað fyrir íslenska A-landsliðið. Björn Bergmann Sigurðarson, sá yngsti, skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið. „Þetta var yndislegt og alveg frábært. Við trylltumst bæði. Þetta var alveg frábær tilfinning,“ sagði Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir um upplifun sína af því að sjá strákinn sinn skora fyrir íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Áður höfðu þeir Þórður Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og Jóhannes Karl Guðjónsson skorað fyrir íslenska landsliðið. Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, eða Badda, eins og hún er kölluð staðfesti það að Sigurður faðir Björns Bergmanns hafi hreinlega farið að gráta þegar strákurinn gaf aftur kost á sér í landsliðið. „Það er alveg rétt. Hann þráði þetta alveg svakalega mikið að hann væri í landsliðinu. Honum fannst það alveg nauðsynlegt að hann gæfi kost á sér,“ sagði Bjarney Þórunn.Björn Bergmann Sigurðarson skorar hér á móti Kósóvó.Vísir/EPAÞað hefur oft komið fram að Björn Bergmann Sigurðarson hafi lítinn áhuga á fótbolta þrátt fyrir að spila sem atvinnumaður í fótbolta. En af hverju er það? „Það er mjög skrýtið. Hann hefur aldrei horft á fótbolta eða neitt svoleiðis. Bjarni var reyndar svona líka því hann horfði aldrei á leiki þegar hann var yngri. Enda eru þeir báðir fiskar og fæddir sama dag,“ sagði Bjarney Þórunn. Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl eru allir synir Guðjóns Þórðarsonar og Badda er sammála því að Björn Bergmann sé ólíkur hálfbræðrum sínum. „Hann er mjög ólíkur. Hann er ofsalega mikill verkmaður og mjög duglegur til vinnu. Hann hefur gaman af því að gera hluti. Alveg frá því að hann var smá krakki þá var hann mjög vinnusamur,“ sagði Bjarney Þórunn en leit út fyrir að hann yrði atvinnumaður í fótbolta? „Ég bjóst ekki við því. Hann var svo duglegur í fótboltanum en aldrei að spá í því að hann ætlaði að gera heldur snérist þetta alltaf um liðsandann hjá honum. Hann vildi ekki sóla upp völlinn einn og reyna að skora heldur að spila. Hann hefur alla tíð verið þannig og svo ósérhlífinn. Svo kannski þegar leikurinn var búinn þá vissi hann ekki einu sinni hvernig han fór. Hann var svo slakur yfir þessu,“ sagði Bjarney Þórunn um Björn Bergmann. „Hann spurði pabba sinn oft eftir leikinn: Unnum við ekki örugglega. Þetta var bara gaman að meðan því stóð. Hann er mjög slakur yfir þessu öllu saman. Hann er ekki með þetta brjálaða keppnisskap en hann vill samt vinna. Það er ekki eins og hann fari heima að grenja þegar hann tapar,“ segir Bjarney Þórunn.Björn Bergmann SigurðarsonVísir/GettyHvað gerði Bjarney Þórunn til að gera strákana sína svona góða í fótbolta? „Ég kom þeim bara í heiminn. Það var engin sérstök uppskrift. Þeir borðuðu yfirleitt mjög hollan mat. Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag. Það var alla tíð þannig,“ segir Bjarney Þórunn. Hjörtur Hjartarson fór aðeins grínast í framhaldinu og spurði hana um hvort hún væri enn í barneign eða hvort að þekktasti erfðafræðingur Íslands hafi haft samband. „Kári Stefánsson hefur ekkert haft samband,“ sagði Bjarney Þórunn og staðfesti að hún væri komin úr barneign. Það er því ekki von á fleiri landsliðsstrákum frá henni. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Queen Badda. Afkvæmi: 4 drengir Landsliðsmenn: AllirAllir komnir með mark f Ísland pic.twitter.com/qvukMOM4LH— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) March 24, 2017
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira