Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. mars 2017 14:17 Teitur Björn segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira