Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. mars 2017 20:30 Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í fyrsta sinn sigur gegn Írlandi 1-0 í Dublin í vináttuleik í kvöld en bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Kósóvó en Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson héldu sæti sínu. Það sama var upp á teningunum hjá Írum sem söknuðu mikilvægustu leikmannana en Martin O'Neill gerði níu breytingar frá jafnteflinu gegn Wales og gaf tveimur nýliðum tækifæri í byrjunarliðinu. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði í fremstu víglínu við hlið Jóns Daða Böðvarssonar og vann hann aukaspyrnu á 19. mínútu sem eina mark leiksins kom upp úr en þar var að verki bakvörðurinn Hörður Björgvin. Fékk hann að taka aukaspyrnurnar í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar og lyfti hann boltanum yfir vegginn og í autt hornið en markvörður Íra stóð grafkjurr í hinu horninu og horfði á eftir boltanum í netið. Kjartan Henry var duglegur og vann vel með Jóni Daða í leiknum en ásamt þeim var Aron Sigurðarson öflugur á kantinum og var aldrei hræddur að taka menn á en hann var einnig duglegur að vinna til baka. Varnarlega hélt íslenska liðið vel og gaf fá tækifæri á sér en flestar af fyrirgjöfunum sem komust inn í teig íslenska liðið hirti Ögmundur Kristinsson líkt og um æfingarbolta væri að ræða en Ísland leiddi 1-0 í hálfleik. Írarnir voru meira með boltann í seinni hálfleik en líkt og í þeim fyrri gaf íslenska liðið engin færi á sér. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson í upphafi seinni hálfleiks en varnarlínan missti aldrei taktinn. Fengu heimamenn sjö hornspyrnur í leiknum en áttu ekki eina tilraun sem reyndi á Ögmund í leiknum. Fór svo að íslenska liðið fagnaði sigri í fyrsta sinn gegn Írlandi og léku flestir leikmenn liðsins heilt yfir vel í kvöld en það var einn sem bar af. Sverrir Ingi Ingason gerði í kvöld sterkt tilkall til þess að vera í miðri vörn Íslands þegar Króatar heimsækja Laugardalinn í júní með frábærri frammistöðu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira