Fyrirgefning eða fangelsi Ívar Halldórsson skrifar 28. mars 2017 16:25 Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun