Fyrirgefning eða fangelsi Ívar Halldórsson skrifar 28. mars 2017 16:25 Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun