Fyrirgefning eða fangelsi Ívar Halldórsson skrifar 28. mars 2017 16:25 Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er mín skoðun að við vanmetum oft mátt fyrirgefningarinnar. Okkar mannlega eðli fer oft með okkur ýmsa ranghala þegar kemur að því að okkur finnst brotið á okkur. Þegar okkur finnst einhver brjóta á okkur eigum við til að einblína á óréttlætið sem við teljum okkur hafa orðið fyrir og það næsta á dagskrá hjá okkur er oftar en ekki það að láta aðilann finna til tevatnsins. Við viljum gjarna að hann þjáist jafn mikið og við. Við viljum búa til fórnarlamb. Við viljum hefna okkar. Nú er ég ekki endilega að tala um stórfengleg mál eins og nauðgun, morð eða stórfengleg svik. Í daglegu lífi er fólk alltaf að brjóta á okkur. Fólk segir og gerir hluti sem geta valdið sársauka. Slíkt gerist á Alþingi, í skólanum, á kaffistofunni, í biðröðinni, í strætó - alls staðar. Verst finnst okkur þó þegar við upplifum að ástvinir brjóta á okkur. Þetta eru þær manneskjur sem við hleypum næst okkur og sýnum mest traust. Okkur sárnar þegar einhver í innsta hring særir tilfinningar okkar, hvort sem það er gert af ásettu ráði eða ekki. Við eigum til að kveða upp dóm yfir þessum persónum í hita tilfinninga án þess að viðkomandi fái tækifæri til að tjá sig eða leiðrétta hugsanlegan misskilning. Við erum öll mannleg og mismunandi og okkur reynist auðvelt að misskilja hvert annað og draga rangar ályktanir út frá ýmsum uppákomum. Oft eru orsakir ágreinings einfaldlega litlar sakir sem hafa þó fengið tíma til að vinda upp á sig og breytast í skrímsli. Úrskurður er kveðinn upp í tilfinningahita án dóms og laga svo að segja. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera meinta brotaaðila útlæga úr lífi sínu. Ég hef séð slíkt gerast allt of oft í mínu umhverfi. Það tíðkaðist mikið í minni bernsku að slitið var á öll samskipti þegar ósætti komu upp. Fjölskyldumeðlimir sem spiluðu stóran þátt í mínu uppeldi hættu að talast við og lenti ég oft á milli í þessum tilfinningastríðum. Foreldrar töluðu ekki við börn sín, börn töluðu ekki við systkini sín og sem ungum dreng var mér meinað að hafa samskipti við suma fjölskyldumeðlimi. Fólk varð ósammála um einhverja hluti, sagði eitthvað vanhugsað, gerði einhver mistök og dýrmæt sambönd splundruðust fyrir augum mér. Ég þurfti til að mynda sem ungur drengur að leyna sambandi mínu við ömmu mína. Frændi minn leyfði henni ekki að tala við mig af því að hann var reiður og sár út í fjölskyldumeðlimi sem umgengust mig. Þetta var klikkað ástand! Ég hef tekið eftir að þeir sem ríghalda í reiðina verða verst úti tilfinningalega með tímanum. Reiði þeirra er eins og tré sem er gróðursett í slæman jarðveg. Ræturnar grafa sig djúpt í moldina og sjúga í sig beiskan safann úr eitraðri moldinni. Með tímanum vaxa ávextir sem einkennast af því sem innra fyrir er og eru þeir afar bitrir á bragðið. Fólk í minni fjölskyldu sem iðaði af lífi og gleði endaði eitt og biturt – og ríghélt enn í reiði vegna atburða sem voru löngu liðnir og hefði löngu átt verið búið að grafa með einhverjum hætti. Í stað þess að fyrirgefa ákvað þetta fallega fólk að gerast eilíf fórnarlömb atburða fortíðar. Fyrirgefning er flottust í heimi! Hún er kúnstin að sleppa takinu á reiðinni þegar þú getur þó komið með hundrað ástæður fyrir því að ríghalda í hana. Biturleikinn er krabbamein sem sýgur burtu lífskraft okkar þegar við veljum að rækta þann forboðna ávöxt innra með sér. En sumir uppgötva mátt hennar allt of seint. Meira að segja læknisfræðin hefur skrifað undir það að biturleiki og reiði valdi ekki bara sálrænu tjóni – heldur einnig líkamlegu tjóni. Það er mesti misskilningur að fyrirgefningin sé fyrst og fremst það að sleppa fólki sem við teljum að hafi brotið á okkur of snemma úr því gæsluvarðhaldi sem við hnepptum það í. Fyrirgefningin leysir okkur undan lífstíðardómi í fangelsi biturleikans. Fyrirgefning er frelsi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar