Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2017 18:45 Í gær var tilkynnt um áform HB Granda að flytja fiskvinnslu frá Akranesi til Reykjavíkur vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Tæplega hundrað manns munu missa vinnuna verði áformin að veruleika. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segist hafa séð sambærilega þróun hjá öðrum fyrirtækjum vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Við byrjuðum að tala um þetta fyrir töluvert löngu síðan, að það væru hættumerki sem við mættum alls ekki horfa fram hjá. Það verður að segjast að þeir sem bera ábyrgð á peningastefnu hafa sofið á verðinum gagnvart útflutningsgreinum. Staðan núna er orðin mjög alvarleg," segir Heiðrún.Áhugi á fiskvinnslu í Bretlandi Afleiðingarnar eru að sögn Heiðrúnar að fyrirtæki dragi saman seglin eins og HB Grandi áformar, einhver muni óhjákvæmilega sigla í strand en einnig séu dæmi um fyrirtæki sem leiti á önnur mið vegna hækkandi launakostnaðar. „Það gæti verið að vinnsla flytjist af einhverju leyti úr landi þar sem hagkvæmara er að fullvinna afurðina. Þar munum við tapa störfum og samfélagið tapa á því að við fullvinnum ekki afurð hér heima og þar með minnka tekjur sem verða til hér heima."Ertu að tala um að farið verði með fiskinn til útlanda til að vinna hann? „Já, annað hvort að hann verði seldur aðila erlendis eða ef þú átt einingu eða fyrirtæki erlendis að varan sé fullunnin þar."Hvert erum við að tala um? „Við erum að sjá áhugasama aðila í Bretlandi. Þeir eru mjög samkeppnishæfir með þjónustu vegna þess að pundið er veikt. Þetta getur líka verið Austur-Evrópa og Asía. Þetta eru þeir staðir sem Noregur flytur fisk og fullvinnur. Þá er fiskurinn frystur, afþýddur, unninn og frystur á ný og fluttur til landa þar sem hann er seldur."Eru einhver fyrirtæki að skoða þennan möguleika? „Við höfum heyrt það frá okkar fyrirtækjum að þetta standi til boða en við vitum ekki til þess að ákvarðanir hafi verið teknar."Hvað með samfélagslega ábyrgð? Þess má geta að eitt markmiða fiskveiðistjórnunarlaga er að tryggja byggð og þar með atvinnu í landinu. „Sjávarútvegur hefur sannarlega unnið að því markmiði. En það er sameiginlegt verkefni sjávarútvegs, stjórnvalda og allra hluteigandi aðila. Allir hafa hag af því. Við megum alls ekki fara í þær skotgrafir að benda á að þetta sé stjórnvöldum um að kenna eða einstökum fyritækjum sem þurfa að loka einingum. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar að fyrirtækjunum gangi sem best." Heiðrún bendir á að forsendur ákvörðunartöku HB Granda sé sterkt gengi krónunnar. „Hverjir taka ákvarðanir um peningamál? Stjórnvöld. Vinnumarkaðurinn ber ábyrgð hvað laun varðar. Þetta er á ábyrgð allra hluteigandi aðila," segir Heiðrún.Á sama tíma greiddur út milljarða arðurNú var veik króna hagstæð fyrir fyrirtækin eftir hrun, það hefur ekki verið sparað og sett til hliðar til að nota nú þegar kreppir að? „Sjávarútvegur er auðvitað áhættusamur rekstur og margir utanaðkomandi þættir sem fyrirtæki hafa ekki áhrif á en þau eru mjög aðlögunarhæf. Þrátt fyrir þetta mjög góða tímabil sem íslenskur sjávarútvegur hefur átt frá falli krónunnar hafa þessar blikur verið á lofti frá 2015 og það hefur horfið til mun verri vegar 2016 og nú 2017. Og kannski út af þessum góða tíma skelltu menn skollaeyrum við þeim viðvörunarbjöllum sem menn voru að vekja athygli á - að þessi staða væri óumflýjanleg ef krónan myndi styrkjast eins og hún hefur gert." En skýtur ekki skökku við að tala um erfið rekstrarskilyrði og á sama tíma borga eigendum arð upp á tæpa tvo milljarða?„Sem betur fer hefur það verið þannig að menn hafa verið forsjálir og farið í fjárfestingar. Þegar talað er um krónutölu í arðgreiðslum verðum við að horfa á það að við þurfum að fá hluthafa í fyrirtæki og hluthafar gera ávöxtunarkröfu. Fjárfestar bera saman fyrirtæki og velta fyrir sér hvort þeir eigi að fjárfesta í sjávarútvegi eða öðrum geira. Einhverjum fjármunum þarf að skila til hluthafa í formi ávöxtunar, þetta eru fjármunir sem þeir leggja til áhættusamrar fjárfestingar og það þarf að umbuna fyrir þá áhættutöku. Arðgreiðslur í sjávarútvegi hafa ekki verið umfram arðgreiðslur í fyrirtækjum almennt," svarar Heiðrún. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Í gær var tilkynnt um áform HB Granda að flytja fiskvinnslu frá Akranesi til Reykjavíkur vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Tæplega hundrað manns munu missa vinnuna verði áformin að veruleika. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segist hafa séð sambærilega þróun hjá öðrum fyrirtækjum vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Við byrjuðum að tala um þetta fyrir töluvert löngu síðan, að það væru hættumerki sem við mættum alls ekki horfa fram hjá. Það verður að segjast að þeir sem bera ábyrgð á peningastefnu hafa sofið á verðinum gagnvart útflutningsgreinum. Staðan núna er orðin mjög alvarleg," segir Heiðrún.Áhugi á fiskvinnslu í Bretlandi Afleiðingarnar eru að sögn Heiðrúnar að fyrirtæki dragi saman seglin eins og HB Grandi áformar, einhver muni óhjákvæmilega sigla í strand en einnig séu dæmi um fyrirtæki sem leiti á önnur mið vegna hækkandi launakostnaðar. „Það gæti verið að vinnsla flytjist af einhverju leyti úr landi þar sem hagkvæmara er að fullvinna afurðina. Þar munum við tapa störfum og samfélagið tapa á því að við fullvinnum ekki afurð hér heima og þar með minnka tekjur sem verða til hér heima."Ertu að tala um að farið verði með fiskinn til útlanda til að vinna hann? „Já, annað hvort að hann verði seldur aðila erlendis eða ef þú átt einingu eða fyrirtæki erlendis að varan sé fullunnin þar."Hvert erum við að tala um? „Við erum að sjá áhugasama aðila í Bretlandi. Þeir eru mjög samkeppnishæfir með þjónustu vegna þess að pundið er veikt. Þetta getur líka verið Austur-Evrópa og Asía. Þetta eru þeir staðir sem Noregur flytur fisk og fullvinnur. Þá er fiskurinn frystur, afþýddur, unninn og frystur á ný og fluttur til landa þar sem hann er seldur."Eru einhver fyrirtæki að skoða þennan möguleika? „Við höfum heyrt það frá okkar fyrirtækjum að þetta standi til boða en við vitum ekki til þess að ákvarðanir hafi verið teknar."Hvað með samfélagslega ábyrgð? Þess má geta að eitt markmiða fiskveiðistjórnunarlaga er að tryggja byggð og þar með atvinnu í landinu. „Sjávarútvegur hefur sannarlega unnið að því markmiði. En það er sameiginlegt verkefni sjávarútvegs, stjórnvalda og allra hluteigandi aðila. Allir hafa hag af því. Við megum alls ekki fara í þær skotgrafir að benda á að þetta sé stjórnvöldum um að kenna eða einstökum fyritækjum sem þurfa að loka einingum. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar að fyrirtækjunum gangi sem best." Heiðrún bendir á að forsendur ákvörðunartöku HB Granda sé sterkt gengi krónunnar. „Hverjir taka ákvarðanir um peningamál? Stjórnvöld. Vinnumarkaðurinn ber ábyrgð hvað laun varðar. Þetta er á ábyrgð allra hluteigandi aðila," segir Heiðrún.Á sama tíma greiddur út milljarða arðurNú var veik króna hagstæð fyrir fyrirtækin eftir hrun, það hefur ekki verið sparað og sett til hliðar til að nota nú þegar kreppir að? „Sjávarútvegur er auðvitað áhættusamur rekstur og margir utanaðkomandi þættir sem fyrirtæki hafa ekki áhrif á en þau eru mjög aðlögunarhæf. Þrátt fyrir þetta mjög góða tímabil sem íslenskur sjávarútvegur hefur átt frá falli krónunnar hafa þessar blikur verið á lofti frá 2015 og það hefur horfið til mun verri vegar 2016 og nú 2017. Og kannski út af þessum góða tíma skelltu menn skollaeyrum við þeim viðvörunarbjöllum sem menn voru að vekja athygli á - að þessi staða væri óumflýjanleg ef krónan myndi styrkjast eins og hún hefur gert." En skýtur ekki skökku við að tala um erfið rekstrarskilyrði og á sama tíma borga eigendum arð upp á tæpa tvo milljarða?„Sem betur fer hefur það verið þannig að menn hafa verið forsjálir og farið í fjárfestingar. Þegar talað er um krónutölu í arðgreiðslum verðum við að horfa á það að við þurfum að fá hluthafa í fyrirtæki og hluthafar gera ávöxtunarkröfu. Fjárfestar bera saman fyrirtæki og velta fyrir sér hvort þeir eigi að fjárfesta í sjávarútvegi eða öðrum geira. Einhverjum fjármunum þarf að skila til hluthafa í formi ávöxtunar, þetta eru fjármunir sem þeir leggja til áhættusamrar fjárfestingar og það þarf að umbuna fyrir þá áhættutöku. Arðgreiðslur í sjávarútvegi hafa ekki verið umfram arðgreiðslur í fyrirtækjum almennt," svarar Heiðrún.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira