Settu fókus á eitt ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:45 Haukur veltir fyrir sér hverju Íslendingar sóttust eftir í erlendu samstarfi á kaldastríðsárunum. Vísir/Stefán Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira