Sjáðu eldræðu Sveinbjörns: Hefur setið í mér í heilt ár það sem var sagt í Körfuboltakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2017 10:00 Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira