Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 11:55 Þúsundir fylltu Austurvöll á Kvennafrídaginn. Visir/stefan Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar. Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar.
Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45
Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00
Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00