Birta Rán Björgvinsdóttir og Guðný Rós Þórhallsdóttir í Andvari Productions sáu um upptökur og framleiðslu myndbandsins sem tekið var upp í miðbæ Reykjavíkur. Ekki er allt sem sýnist og atriði í myndbandinu virðast stórundarleg sjónhverfing við fyrsta áhorf. En sjón er að sjálfsögðu sögu ríkari og myndbandið má sjá hér að neðan.
MIMRA syngur, semur og pródúsar elektró-akústískt popp og hefur verið iðin við að koma fram hérlendis undanfarið. Lagið samdi hún meðan hún var í námi í London og fékk til liðs við sig vin sinn, breska listamanninn SAKIMA til að hljóðhanna það með sér, en hann er einnig partur af hljómsveitinni SWIMS.
MIMRA flutti nýlega til Íslands á nýjan leik eftir tónlistarnám í Konunglega Listaháskólanum í Haag og Goldsmiths University í London, en frá þeim síðarnefnda hafa m.a. tónlistarmennirnir James Blake, Damon Albarn og Rosie Lowe útskrifast.
Hér má hlýða á Söng Valkyrjunnar
MIMRA var lá ekki í tónlistardvala meðan hún bjó erlendis. Hér má sjá myndband þar sem hún flutti tónlist sína með fjórtán manna hljómsveit á lifandi upptökutónleikum í Hollandi.