Að fá ekki tækifæri til að krefjast jafnréttis Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. mars 2017 15:17 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun