Bretar klesstu Rollsinn Stjórnarmaðurinn skrifar 12. mars 2017 11:00 Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira