Sanders hjólar í Trump: „Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 16:11 Donald Trump og Bernie Sanders. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15