Lag hennar Paper er eitt þeirra sjö laga sem keppir til úrslita í Söngvakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í kvöld. Þykir lag hennar líklegt til að bera sigur úr býtum í keppninni.
Muni Svala tryggja sér farseðilinn í sjálfa Eurovision-keppnina sem haldin verður í Kænugarði í maí mun hún feta í fótspor föður síns, Björgvins Halldórssonar, en hann keppti fyrir Íslands hönd í keppninni árið 1995 með laginu Núna.