Hafa klifið Everest og K2 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 17:45 Gerlinde Kaltenbrunner við klifur á K2. Skjáskot úr heimildarmynd Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hann hefur komist upp á topp Everest og hún hefur ná tindi K2 fjallsins og eiga það sameiginlegt að hafa gert það fyrst manna og kvenna án viðbótarsúrefnis. Fjallgöngufólkið heldur fyrirlestur á Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni. Ferðafélag Íslands fagnar á þessu ári níutíu ára afmæli en þau eru sein stærstu félaga samtök landsins með hátt í tíu þúsund meðlimi. Í kvöld klukkan átta verður Háfjallakvöld haldið á vegum samtakanna í Eldborgarsal Hörpunnar og að því tilefni eru staddir hér á landi tveir fjallgöngumenn sem bæði hafa klifið ein mest krefjandi fjöll í heimi. Peter Habeler komst á topp Everest 8. maí 1978 á viðbótarsúrefnis fyrstur manna. „Það er langt síðan. Þetta var 1978. Minningarnar eru góðar því við lifðum þetta af og við notuðum ekki súrefni. Ég kleif þessa tinda með eins einfaldri aðferð og hægt var. Afrekið var geysimikið,“ sagði Peter í dag. Auk Everest heftur Peter klifið mörg af hæstu fjöllum jarðar og flesta af erfiðustu tindum og klettaveggi Alpafjalla og þrátt fyrir að vera kominn mitt á áttræðisaldur er hann enn á fullu í krefjandi fjallgöngum og fjallaskíðaferðum víða um heim. Hann hefur mikið dálæti á Íslenskum fjöllum. Gerlinde Kaltenbrunner er einn þekktasta fjallgöngukona heims en árið 2011 náði hún tindi K2-fjallsins í Kína, næst hæsta fjalli í heimi, eftir sjö tilraunir. „Frá upphafi átti ég mér þann draum að ef ég öðlaðist nægan styrk langaði mig til að klífa þetta fallega fjall. Fyrsta tilraunin var 2007 og þær urðu tvær þetta ár. Þetta tókst samt ekki því það var of illviðrasamt og snjóflóðahættan var mikil. Eftir sjöttu tilraunina varð mikið persónulegt og tilfinningalegt bakslag hjá mér. Ég var ekki viss um að ég myndi reyna aftur. En sem betur fór tókst mér að ná á tind K2 með teymi mínu,“ sagði Gerlinde í dag. Eftir að hafa náð þessu takmarki varð hún fyrsta konan í heiminum til að klífa alla 14 hæstu tindi veraldar án viðbótarsúrefnis. Peter og Gerlinda koma til með að halda fyrirlestur á Háfjallakvöldinu í Hörpu í kvöld þar sem þau segja frá reynslu sinni bæði eiga þau þó eftir að klífa fjöll á Íslandi „Því miður á ég það eftir. Mér þykir það leitt og ég skammast mín. Ég ætla að breyta því eins fljótt og auðið er, sagði Peter. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á harpa.is. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira