Yfirlýsing frá stjórnarandstöðunni: „Dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð“ Tryggvi Páll Tryggvason. skrifar 14. mars 2017 15:59 Stjórnarandstaðan er ósátt við skort á samráði. Vísir/Anton Brink Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40