Ari Bragi fékk skó úr gulli fyrir að slá Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 23:30 Vilmundur Vilhjálmsson afhendir Ara Braga Kárasyni gullskóinn. Mynd/FRÍ Ari Bragi Kárason fékk sjaldgæfa skó að gjöf á dögunum en Frjálsíþróttasambandið segir frá merkilegri afhendingu á Reykjavíkurleikunum á dögunum. Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara þar sem að hann á nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands eða Íslandsmetið í 100 metra hlaupi. Ari Bragi setti nýtt Íslandsmet í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 10,52 sekúndum í Hafnarfriði 16. Júlí 2016. Vilmundur Vilhjálmsson var besti spretthlaupari Íslands fyrir fjórum áratugum og hann setti þá Íslandsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupum auk þess að hlaupa 400 metrana á 47,1 sekúndum. Vilmundur hljóp 100 metrana hraðast á 10,3 sekúndum en 200 metrana hraðast á 21,1 sekúndu. Vilmundur stundaði nám í Loughborough á áttunda áratugnum og var einn besti spretthlaupari á Bretlandseyjum á þeim tíma. Þar æfðu millilengdahlaupararnir með spretthlaupurunum í styrktaræfingum og brekkusprettum og meðal æfingafélagana var Sebastian Coe, núverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sem var Ólympíumeistari og Heimsmethafi í millilengdahlaupum. Vilmundur keppti með landsliðinu í fjölda ára og keppti á Evrópumeistaramótinu í Prag 1978. Þegar Jón Arnar Magnússon sló met Vilmundar í 200 metra hlaupi þá gaf Vilmundur Jón Arnari gullskó en hann gyllti gömlu gaddaskóna sína og gaf Jóni annan skóinn. Hinn hefur Vilmundur geymt þar til nýtt met yrði sett í 100 metra hlaupi. Það var síðan á RIG sem Vilmundur hitti Ara Braga, núverandi Íslandsmethafa og færði honum gullskóinn hinn síðari. Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Ari Bragi Kárason fékk sjaldgæfa skó að gjöf á dögunum en Frjálsíþróttasambandið segir frá merkilegri afhendingu á Reykjavíkurleikunum á dögunum. Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara þar sem að hann á nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands eða Íslandsmetið í 100 metra hlaupi. Ari Bragi setti nýtt Íslandsmet í 100 metra hlaupi þegar hann hljóp á 10,52 sekúndum í Hafnarfriði 16. Júlí 2016. Vilmundur Vilhjálmsson var besti spretthlaupari Íslands fyrir fjórum áratugum og hann setti þá Íslandsmet í bæði 100 og 200 metra hlaupum auk þess að hlaupa 400 metrana á 47,1 sekúndum. Vilmundur hljóp 100 metrana hraðast á 10,3 sekúndum en 200 metrana hraðast á 21,1 sekúndu. Vilmundur stundaði nám í Loughborough á áttunda áratugnum og var einn besti spretthlaupari á Bretlandseyjum á þeim tíma. Þar æfðu millilengdahlaupararnir með spretthlaupurunum í styrktaræfingum og brekkusprettum og meðal æfingafélagana var Sebastian Coe, núverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sem var Ólympíumeistari og Heimsmethafi í millilengdahlaupum. Vilmundur keppti með landsliðinu í fjölda ára og keppti á Evrópumeistaramótinu í Prag 1978. Þegar Jón Arnar Magnússon sló met Vilmundar í 200 metra hlaupi þá gaf Vilmundur Jón Arnari gullskó en hann gyllti gömlu gaddaskóna sína og gaf Jóni annan skóinn. Hinn hefur Vilmundur geymt þar til nýtt met yrði sett í 100 metra hlaupi. Það var síðan á RIG sem Vilmundur hitti Ara Braga, núverandi Íslandsmethafa og færði honum gullskóinn hinn síðari.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira