Ölduspá og viðvörunarkerfi í Reynisfjöru Garðar Örn Úlfarsson og Svavar Hávarðsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Stöðugt leika ferðamenn sér að eldinum, en nýtt viðvörunarkerfi gæti bætt ástandið. vísir/vilhelm Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00