Fjárframlög í Safetravel verkefnið stóraukin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. mars 2017 15:26 Safetravel verkefninu er ætlað að tryggja öryggi ferðamanna. vísir/vilhelm Ráðherra ferðamála og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifuðu í dag undir samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem felur í sér stóraukinn stuðning við verkefnið Safetravel. Meðal þeirra verkefna sem stefnd er að því að efla á grundvelli samningsins eru hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, skjáupplýsingakerfi ferðamanna og upplýsingamiðstöð Safetravel, meðal annars með lengri viðveru starfsmanna. Þá á að efla vefinn Safetravel.is , meðal annars með þýðingu á akstursefni vefsins á kínversku, en árið 2015 voru Kínverjar efstir á ilsta yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Samningurinn, sem er til þriggja ára, hljóðar upp á 35 milljónir króna á ári til viðbótar við framlag Slysavarnafélagsins Landsbjargar í formi fjármuna og vinnu af hálfu sjálboðaliða félagsins. Ráðuneyti ferðamála leggur fram 25 milljónir króna á ári en lagði til samanburðar fram 16 milljónir á liðnu ári. Samtök ferðaþjónustunnar auka sitt framlag úr 6 milljónum árið 2016 í 10 milljónir á ári. Auk þess styður Icelandair Group verkefnið. „Öryggi og slysavarnir, ekki síst með góðri upplýsingagjöf og fræðslu, eru eitt af forgangsmálum ferðaþjónustunnar og það er ánægjulegt að undirstrika það hér með afgerandi hætti. Það er okkur dýrmætt í þessu sambandi að geta nýtt þá framúrskarandi fagmennsku, metnað og þekkingu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg býr yfir,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, í tilkynningu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ráðherra ferðamála og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifuðu í dag undir samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem felur í sér stóraukinn stuðning við verkefnið Safetravel. Meðal þeirra verkefna sem stefnd er að því að efla á grundvelli samningsins eru hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, skjáupplýsingakerfi ferðamanna og upplýsingamiðstöð Safetravel, meðal annars með lengri viðveru starfsmanna. Þá á að efla vefinn Safetravel.is , meðal annars með þýðingu á akstursefni vefsins á kínversku, en árið 2015 voru Kínverjar efstir á ilsta yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Samningurinn, sem er til þriggja ára, hljóðar upp á 35 milljónir króna á ári til viðbótar við framlag Slysavarnafélagsins Landsbjargar í formi fjármuna og vinnu af hálfu sjálboðaliða félagsins. Ráðuneyti ferðamála leggur fram 25 milljónir króna á ári en lagði til samanburðar fram 16 milljónir á liðnu ári. Samtök ferðaþjónustunnar auka sitt framlag úr 6 milljónum árið 2016 í 10 milljónir á ári. Auk þess styður Icelandair Group verkefnið. „Öryggi og slysavarnir, ekki síst með góðri upplýsingagjöf og fræðslu, eru eitt af forgangsmálum ferðaþjónustunnar og það er ánægjulegt að undirstrika það hér með afgerandi hætti. Það er okkur dýrmætt í þessu sambandi að geta nýtt þá framúrskarandi fagmennsku, metnað og þekkingu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg býr yfir,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, í tilkynningu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira