Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 21:46 Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“ Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Umboðsmaður barna segir börn eiga að geta stundað íþróttir óháð efnahag og hvetur íþróttafélög til að taka samtalið við foreldra til að tryggja þau réttindi. Formaður ÍTR segir íþróttafélög þurfa að koma til móts við foreldra og skoða hvort kaupa þurfi dýrasta íþróttabúnaðinn. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá systrum sem æfa fimleika með Fjölni en fengu ekki að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisgallana - sem kosta fimmtíu þúsund krónur stykkið. Formaður Fjölnis sagði dýrt að vera í afrekshópi og foreldrar í vandræðum geti leitað til borgarinnar. Formaður ÍTR segir það mikinn misskilning enda séu sérstakir tómstundastyrkir eingöngu fyrir þá sem eru á sérstakri fjárhagsaðstoð hjá borginni. Hann segir öll börn eiga að geta stundað sína íþrótt óháð efnahag og borgin muni ræða við Íþróttabandalag Reykjavíkur um hvernig hægt verði að tryggja það betur. Fyrsta skrefið sé þó að taka upp þráðinn með íþróttafélaginu. „Þetta er alltaf spurning um þurfum við að kaupa dýrustu búningana eða ekki og hvað getur íþróttafélagið gert til að koma til móts við foreldrana í þessum efnum. Ég ímynda mér að búningar sem kosta 50 þúsund kall séu ekki ódýrasta lausning, og ég er ekki að tala fyrir því að við tökum alltaf það ódýrasta og lélegasta, en ég er alveg sannfærður um það að það sé hægt að gera betri díla.“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands segir engar reglur gilda um hve dýrir búningar séu - eingöngu að liðin séu í eins búningum á mótum. Fjórða hver stúlka undir átján ára aldri æfi fimleika og vilji sambandsins sé að fimleikar séu fyrir alla. „Ég held að þetta sé svolítið tækifæri fyrir okkur sem samfélag að taka þessa umræðu í íþróttum yfir höfuð, alls staðar, og kannski bara hvernig er samfélagið sem við erum búin að búa til. Viljum við hafa það svona? Það er allt í lagi að ræða það, það er allt í lagi að velta því upp og við munum klárlega gera það innan fimleikahreyfingarinnar og eiga samtalið.“ Umboðsmaður barna segir engan vafa leika á um réttindi barna. „Ég vil leggja höfuðáherslu á það að börn geti notið íþrótta og tómstunda óháð efnahag og það eru bara ein af þeim réttindum sem börn hafa.“ Margrét segir íþróttafélögin þurfa að vera vakandi fyrir þessum réttindum. „Það er mikilvægt að það sé samtal sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar og við foreldrana og börnin og hvernig við getum stuðlað að því að allir geti verið með.“
Tengdar fréttir Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53 Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Formaður Fjölnis sagði fjölskyldur geta leitað til borgarinnar til þess að festa kaup á sérstökum keppnisbúningum. 16. mars 2017 13:53
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00