Menntamálastofnun segir misskilnings gæta í umræðunni um samræmd próf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2017 14:19 Samræmd próf fóru fram í 9. og 10. bekk í byrjun mánaðarins. vísir/getty Menntamálastofnun segir misskilnings gæta í umræðunni undanfarið um samræmd próf. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en þar segir að því hafi verið haldið fram að prófin hafi nú aukið vægi við innritun í framhaldsskóla. Misskilningurinn snúi að því þar sem „einungis tveir framhaldsskólar, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík, hafa sett það í inntökureglur sínar að þeir muni líta til einkunna á samræmdum könnunarprófum í þeim tilvikum þar sem erfitt reynist að velja á milli sambærilegra umsókna. Eftir sem áður gildir sú regla við innritun í alla framhaldsskóla að einkunnir sem grunnskóli gefur í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði liggja til grundvallar inntöku,“ að því er segir í frétt Menntamálastofnunar. Í desember síðastliðnum var hins vegar reglugerð um innritun í framhaldsskóla breytt og fólst breytingin í því að nú er tiltekið þar að skólum er heimilt að skoða viðbótargögn: „„Í þeim tilvikum þegar velja þarf úr stórum hópi umsækjanda er framhaldsskóla einnig heimilt að taka mið af viðbótargögnum sem nemandi kýs að senda með umsókn sinni, eins og staðfestar upplýsingar um þátttöku og árangur í félagsstarfi, öðru námi, keppnum af ýmsu tagi, svo sem íþróttum, listum, tungumálum og raungreinum og niðurstöður sam¬ræmdra könnunarprófa.“ Menntamálastofnun áréttar svo að breytingin hafi ekki áhrif á vægi skólaeinkunna úr grunnskóla. „Þær eru enn það sem fyrst og fremst hefur áhrif á það hvort nemendur komast inn eða ekki. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa eru einungis hluti af öðrum gögnum sem heimilt er að líta til þegar velja þarf úr stórum hópi nemenda. Framhaldsskólar bera ábyrgð á innritun og þ.m.t. inntökuskilyrðum sem ávallt eru miðuð við það nám sem nemendur eru að sækja um. Inntökuskilyrði geta verið misjöfn eftir skólum og námsbrautum. Undanfarin ár hafa nokkrir skólar fengið margar umsóknir umfram laus pláss og því hafa þeir þurft að velja úr umsóknum. Það er misjafnt eftir skólum hvernig þeir afgreiða umsóknir þegar mjótt er á milli skólaeinkunna umsækjenda. Eins og áður segir eru það einungis tveir skólar sem taka mið af einkunnum á samræmdum könnunarprófum og þá í þeim tilvikum þegar gera þarf upp á milli nemenda sem standa jafnt eftir mat á skólaeinkunnum. Samkvæmt athugun Menntamálastofnunar má ætla að þessi staða komi upp hjá 5-15 nemendum á ári í þessum tveimur skólum. Hafa ber í huga að innritun í framhaldsskóla hefur gengið vel undanfarin ár og hafa 99% nemenda fengið skólavist í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir sóttu um. Öllum umsækjendum yngri en átján ára er tryggð skólavist,“ segir á vef Menntamálastofnunar. Samræmd próf fóru fram í 9. og 10. bekk grunnskóla í byrjun mánaðarins og hafa sætt mikilli gagnrýni bæði nemenda og kennara. Tengdar fréttir Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“ Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. 15. mars 2017 18:39 Um samræmt íslenskupróf í 9. bekk 8. mars 2017 09:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Menntamálastofnun segir misskilnings gæta í umræðunni undanfarið um samræmd próf. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en þar segir að því hafi verið haldið fram að prófin hafi nú aukið vægi við innritun í framhaldsskóla. Misskilningurinn snúi að því þar sem „einungis tveir framhaldsskólar, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík, hafa sett það í inntökureglur sínar að þeir muni líta til einkunna á samræmdum könnunarprófum í þeim tilvikum þar sem erfitt reynist að velja á milli sambærilegra umsókna. Eftir sem áður gildir sú regla við innritun í alla framhaldsskóla að einkunnir sem grunnskóli gefur í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði liggja til grundvallar inntöku,“ að því er segir í frétt Menntamálastofnunar. Í desember síðastliðnum var hins vegar reglugerð um innritun í framhaldsskóla breytt og fólst breytingin í því að nú er tiltekið þar að skólum er heimilt að skoða viðbótargögn: „„Í þeim tilvikum þegar velja þarf úr stórum hópi umsækjanda er framhaldsskóla einnig heimilt að taka mið af viðbótargögnum sem nemandi kýs að senda með umsókn sinni, eins og staðfestar upplýsingar um þátttöku og árangur í félagsstarfi, öðru námi, keppnum af ýmsu tagi, svo sem íþróttum, listum, tungumálum og raungreinum og niðurstöður sam¬ræmdra könnunarprófa.“ Menntamálastofnun áréttar svo að breytingin hafi ekki áhrif á vægi skólaeinkunna úr grunnskóla. „Þær eru enn það sem fyrst og fremst hefur áhrif á það hvort nemendur komast inn eða ekki. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa eru einungis hluti af öðrum gögnum sem heimilt er að líta til þegar velja þarf úr stórum hópi nemenda. Framhaldsskólar bera ábyrgð á innritun og þ.m.t. inntökuskilyrðum sem ávallt eru miðuð við það nám sem nemendur eru að sækja um. Inntökuskilyrði geta verið misjöfn eftir skólum og námsbrautum. Undanfarin ár hafa nokkrir skólar fengið margar umsóknir umfram laus pláss og því hafa þeir þurft að velja úr umsóknum. Það er misjafnt eftir skólum hvernig þeir afgreiða umsóknir þegar mjótt er á milli skólaeinkunna umsækjenda. Eins og áður segir eru það einungis tveir skólar sem taka mið af einkunnum á samræmdum könnunarprófum og þá í þeim tilvikum þegar gera þarf upp á milli nemenda sem standa jafnt eftir mat á skólaeinkunnum. Samkvæmt athugun Menntamálastofnunar má ætla að þessi staða komi upp hjá 5-15 nemendum á ári í þessum tveimur skólum. Hafa ber í huga að innritun í framhaldsskóla hefur gengið vel undanfarin ár og hafa 99% nemenda fengið skólavist í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir sóttu um. Öllum umsækjendum yngri en átján ára er tryggð skólavist,“ segir á vef Menntamálastofnunar. Samræmd próf fóru fram í 9. og 10. bekk grunnskóla í byrjun mánaðarins og hafa sætt mikilli gagnrýni bæði nemenda og kennara.
Tengdar fréttir Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“ Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. 15. mars 2017 18:39 Um samræmt íslenskupróf í 9. bekk 8. mars 2017 09:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“ Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. 15. mars 2017 18:39