Gunnar hafði í gær betur gegn Bandaríkjamanninum Alan Jouban með hengingartaki snemma í annarri lotu, eins og sjá má hjá hér fyrir neðan.
Eins og sjá má á Facebook-síðu Conor hrósaði hann Gunnari fyrir að nota mismunandi bardagastíla til að klára andstæðing sinn fljótt og örugglega. Gunnar náði að landa þungu höggi sem vankaði Jouban, áður en hann náði taki um háls hans og kláraði bardagann.
Gunnar og Conor hafa verið æfingafélagar um árabil og eru miklir vinir.