Svipmynd Markaðarins: Hugleiðir með appi og stundar jóga daglega Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2017 13:00 Helga Hlín, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu. Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Sjá meira
Helga Hlín Hákonardóttir, héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og CrossFit þjálfari, hóf starfsferilinn á innlendum verðbréfamarkaði árið 1996 og starfaði næstu 17 ár á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum. Árið 2013 stofnaði hún ásamt fleirum ráðgjafarfyrirtækið Strategíu. Helga Hlín hefur gegnt fjölbreyttum stjórnarstörfum um árabil og situr m.a. í stjórnum WOW, Festar/Krónunnar og VÍS, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég læt nú fátt koma mér á óvart úr þessu, en ég verð að viðurkenna að ég er enn þá furðu lostin yfir því að Trump hafi raunverulega tekið við embætti forseta Bandaríkjanna og er þar af leiðandi mjög hugsandi yfir því hvaða áhrif sá atburður á eftir að hafa á mannkynssöguna.Hvaða app notarðu mest? Fyrir utan þessi klassísku sem „allir“ nota þá hugleiði ég daglega með Calm hugleiðsluappinu. Svo gaf Unnar, maðurinn minn, mér Apple-úr í jólagjöf og þar nota ég helst Activity frá Under Armour fyrir æfingar og Pillow fyrir svefninn. Svo notum við Sonos-appið fyrir hátalarakerfið á heimilinu til að spila músík í tíma og ótíma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Heimilisfólkið á það sameiginlegt að vera rúmlega meðalorkuríkt og sem betur fer eigum við sameiginleg áhugamál sem flest tengjast hreyfingu. Við stundum til að mynda öll moto-cross og ferðumst heil ósköp – bæði innanlands og utan. Á veturna eru skíðin og brettin dregin fram og hjólin og gönguskórnir á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég stunda jóga daglega áður en ég byrja daginn að ráði og svo þjálfar Unnar mig og æfir með mér í CrossFit Reykjavík fimm sinnum í viku. Fjölskyldan tekur líka reglulega free-style dansæfingar í stofunni á föstudagskvöldum. Að lokum eigum við hjónin það sameiginlegt að vera ótrúlega laus við matarfreistingar, þannig að það er tiltölulega einfalt að halda heilsu og formi með einföldum, hreinum og hollum mat.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á æfingum er það Prodigy og Quarashi, við lestur Björk og Bebel Gilberto, Dean Martin í matarboðinu og eitísmúsík í partíinu á eftir, s.s. Blondie og Kate Bush. Á ferðalögum um landið hlustum við gjarnan á Gus Gus, Björk, Sigurrós og Mugison. Svo eru óteljandi listar á Spotify-reikningi fjölskyldunnar sem skellt er „á fóninn“ eftir stuði, stund og stað.Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef á hverjum tíma verið í mínu draumastarfi – en um leið og mig hættir að dreyma þá hef ég breytt til. Í dag er ég hins vegar í því draumastarfi sem ég stefndi að í upphafi starfsferilsins, þ.e. að sitja í fjölbreyttum stjórnum og veita fjárfestum og stjórnendum ráðgjöf samhliða því. Í dag er ég meðeigandi hjá Strategíu og sit í nokkrum stjórnum. Verkefnin eru ótrúlega fjölbreytt og krefjandi – en um leið vega þau hvert annað upp, þ.e. ráðgjafar- og stjórnarstörfin og reynslan af hverju og einu þeirra. Algjör draumur.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Sjá meira