Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2017 08:12 Mike Pence og Paul Ryan klappa fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar. Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar.
Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira