Sport

Fimm Íslendingar keppa í Skotlandi um helgina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Óli Traustason UMSS, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, Tristan Freyr Jónsson úr ÍR og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki.
Ísak Óli Traustason UMSS, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, Tristan Freyr Jónsson úr ÍR og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki. mynd/frí
Fimm Íslendingar taka þátt á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum um helgina. Mótið fer fram í Glasgow á Emirates Arena.

María Rún Gunnlaugsdóttir FH er eina konan í hópnum. Hún keppir í fimmtarþraut, en hún varð Íslandsmeistari í greininni í janúar síðastliðnum.

Fjórir karlar keppa svo í sjöþraut. Þetta eru þeir Þeir eru Tristan Freyr Jónsson ÍR, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, Ísak Óli Traustason UMSS og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki. Þeir röðuðu sér í fjögur efstu sætin í karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í janúar.

Keppni hefst klukkan 10:00 báða dagana. Keppni lýkur um klukkan 16:00 á laugardaginn og um klukkan 17:30 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×