Trump vill setja 108 þúsund milljarða í uppbyggingu innviða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 19:45 Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi fögnuðu Donald Trump innilega þegar hann flutti fyrstu stefnuræðu sína á þinginu í gærkvöldi. Þar lofaði hann að auka útgjöld til hernaðarmála um tæplega sex þúsund milljarða íslenskra króna og til uppbyggingar innviða samfélagsins um 108 þúsund milljarða króna. Fréttaskýrendur segja að öllu mildari Trump hafi birst bandarísku þjóðinni en áður, þegar hann flutti fyrstu „State of the Union“ ræðu sína, eða stefnuræðu, í sameinuðu þingi Bandaríkjanna í gærkvöldi. Þótt ekki skorti sjálfsöryggið frekar en fyrri daginn var forsetinn nokkuð samkvæmur kosningaloforðum sínum. Hann sagði nauðsynlegt að endurræsa bandarískan efnahag með því að gera fyrirtækjum erfitt að yfirgefa landið en á sama tíma auðveldara að athafna sig þar með skattalækkunum. „Þetta verða miklar lækkanir. Á sama tíma munum við lækka skatta miðstéttarinnar verulega. Við verðum að skapa jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bandarísk fyrirtæki og launafólk okkar. Verðum að gera það,“ sagði forsetinn og uppskar mikið lófaklapp frá flokksbræðrum sínum sem fagna alltaf skattalækkunum. Trump ítrekaði kosningaloforð sitt um stórfellda uppbyggingu innviða, eins og vegakerfis Bandaríkjanna sem verið hefur í niðurníðslu í langan tíma. „Til þess að hefjast handa við uppbygginguna á landsvísu mun ég fara fram á að þingið samþykki löggjöf sem skapar 1 trilljón dala (108 þúsund milljarða króna) fjárfestingu í innviðum Bandaríkjanna, fjármögnuð með almannafé og fjárfestingum einkaaðila. Við það skapast milljónir nýrra starfa,“ sagði Trump. Þá höfðu æðstu hershöfningjar bandaríkjahers og um leið hergagnaframleiðendur ástæðu til að gleðjast yfir ræðu Trump, því hann leggur til aukin útgjöld til hermála upp á 54 milljarða dala, eða tæplega sex þúsund milljarða króna. „Ég legg fjárlagafrumvarp fyrir þingið sem miðar að því að byggja upp herinn svo komið verði í veg fyrir viðvarandi niðurskurð til hermála. Það kallar á eina mestu útgjaldaaukningu til hermála í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu verður meira fé einnig varið til fyrrverandi hermanna. Fyrrverandi hermenn okkar hafa þjónað landinu og nú verðum við að endurgjalda þeim fyrir það,“ sagði Trump. Aukinn stuðningur við fyrrverandi hermenn er líklegur til vinsælda hjá þessari miklu hernaðarþjóð þar sem hundruð þúsunda hermanna glíma við eftirköst stríðsátaka. Enda risu þingmenn úr sætum og klöppuðu ákaft fyrir þessari yfirlýsingu forsetans. En allan þennann útgjaldaauka til hers og og innviða ásamt skattalækkunum ætlar Trump meðal annars að mæta með miklum niðurskurði til m.a. umhverfismála og utanríkisþjónustunnar. Öðrum NATO ríkjum létti væntanlega að heyra einarðan stuðning hans við bandalagið „Bandalagsþjóðir okkar verða að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Eftir ákveðin og opinská skoðanaskipti okkar hafa þær einmitt tekið við sér. Ég get sagt ykkur að nú streyma peningarnir inn. Mjög gott,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira