Hér búa augljóslega fagurkerar Guðný Hrönn skrifar 2. mars 2017 11:00 Allir fagurkerar ættu að fylgjast með Bryndísi á Instagram en notendanafnið hennar er bryndismaria3. Vísir/Stefán Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán. Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Bryndís María Björnsdóttir býr ásamt kærasta sínum, Hermanni Frey, og sonum þeirra tveimur í vel skipulagðri íbúð í Hafnarfirði. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir og það er augljóst að þarna búa fagurkerar.„Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að Tempur-hjónarúmið okkar væri í uppáhaldi,“ segir Bryndís spurð út í uppáhaldshúsgagn heimilisins.Vísir/Stefán„Heimilið er bjart, stílhreint og greinileg skandinavísk áhrif eru víðs vegar,“ segir Bryndís María spurð út í stílinn sem einkennir heimilið. „Ég heillast mjög mikið af skandinavískri hönnun og þá helst danskri. Íslenskir hönnuðir hafa svo sótt í sig veðrið undanfarið og ég á mikið af fallegri íslenskri hönnun. Það fylgir því ákveðið stolt, að þetta litla land geti átt eins marga flotta hönnuði og raun ber vitni.“Skandinavísku áhrifin eru áberandi.Vísir/StefánBryndís fær innblástur úr öllum áttum þegar kemur að því að innrétta. „Innblásturinn kemur nú víða að. Ég á mjög smekklegar vinkonur sem veita mér innblástur á margan hátt. Ég fæ líka margar hugmyndir á Instagram og hef gaman af að setja þar inn myndir af heimilinu okkar í bland við annað. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota Pinterest en er farin að sjá það betur og betur að ég neyðist væntanlega til að fá mér aðgang,“ útskýrir Bryndís sem hefur forðast Pinterest hingað til því hún er nokkuð viss um að hún myndi festast þar inni.Hér sést glitta í sófaborðið sem Bryndís og Hermann gerðu saman úr trépallettum og glerplötu. Borðið er á hjólum svo auðvelt er að færa það til.Vísir/StefánHúsgögnin sem prýða heimili Bryndísar og Hermanns eru flest úr Ikea. „Ikea er verslun sem ég fæ ekki nóg af að heimsækja og ég er heppin að því leyti að það er ótrúlega stutt fyrir mig að fara þangað. Dýrari hlutirnir eru svo frá verslunum á borð við Pennann, Epal og Líf & list. Ég hef þó mest gaman af því að fara í svona perlubúðir eins og Söstrene Grene og Tiger þar sem maður getur fundið flotta og stílhreina hluti á ótrúlega góðu verði. Draumurinn væri samt að hafa einn góðan danskan „loppumarkað“ í næsta nágrenni.“.Borðstofan er björt og stílhrein.Vísir/Stefán.Bryndís og Hermann tóku forstofuna nýverið í gegn og eru himinlifandi með útkomuna.Vísir/Stefán.Bryndís bjó til þessa mottu sjálf úr dúskum sem hún þæfði og saumaði svo saman.Vísir/Stefán.Bryndís er ansi handlagin en hún bjó til þennan bakka úr gömlum myndaramma og marmarafilmu.Vísir/Stefán.
Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira