Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 2. mars 2017 23:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00