Aníta ætlar sér aftur í úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 08:00 Aníta bætti Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í janúar. Vísir/Hanna Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Belgrad í Serbíu um helgina og hefst í dag. Ísland á tvo keppendur á mótinu sem verða báðir í eldlínunni í dag – Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 m hlaupi kvenna og Hlynur Andrésson í 3000 m hlaupi karla. Aníta er með þriðja besta tíma ársins af skráðum keppendum í greininni en þó vantar marga af sterkustu hlaupurum Evrópu í mótið, til að mynda alla þrjá evrópsku hlauparana sem komust í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Aníta virðist í frábæru formi eftir að hafa dvalið í Hollandi stærstan hluta vetrarins þar sem hún hefur æft við nýjar aðstæður og undir leiðsögn nýs þjálfara, Hollendingsins Honore Hoedt. Aníta bætti til að mynda Íslandsmet sitt innanhúss á Reykjavíkurleikunum í janúar er hún hljóp á 2:01,56 mínútum. Aníta á þó sjálfsagt meira inni enda bætti hún Íslandsmet sitt utanhúss í Ríó í sumar er hún hljóp á 2:00,14 mínútum. „Það tók auðvitað tíma að koma sér fyrir og venjast nýjum aðstæðum en þannig væri það sjálfsagt alls staðar. Ég er mjög sátt,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið síðdegis í gær, er hún var að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir mótið. Aníta er í sterkum æfingahópi í Holland og æfði með honum í Portúgal áður en haldið var til Serbíu. „Það gekk vel og mér líður vel. Ferðalagið hingað var líka stutt,“ segir hún.Vísir/HannaLíklega áfram í Hollandi Aníta útskrifaðist úr menntaskóla á síðasta ári og hafði lengi haft það í huga að prófa eitthvað nýtt, þó svo að henni hafi ávallt líkað vel að æfa heima. „Það er stærra samfélag hlaupara úti og maður hefur því lært nýja hluti,“ segir hún. „Það eru líka ýmsir kostir þess að vera úti eins og að geta hlaupið á skógarstígum allan ársins hring. Þar er undirlagið mýkra og aðstæðurnar styrkjandi,“ segir Aníta. Staðsetningin skiptir líka máli að sögn Anítu. „Það er auðveldara að komast í aðeins faglegri aðstæður ef þess þarf, maður kemst á sterkari mót og ferðalögin eru auðveldari.“ Hún reiknar frekar með því að vera áfram í Hollandi. „Mér líður vel og ég ætla að sjá til hvernig sumarið þróast. En ég hugsa að ég verði áfram enda vil ég gefa þessu tíma og leyfa prógramminu að virka,“ útskýrir hún.Bæting er bónus Aníta segir erfitt að meta fyrirfram hvort aðstæður bjóði upp á metabætingu á mótinu um helgina. „Það var mjög gaman að ná bætingu á RIG á heimavelli en maður veit aldrei hvernig meistaramót eins og þetta þróast. Maður verður í raun að vera tilbúinn fyrir hvað sem er. Keppnin verður fyrst og fremst við aðra keppendur um sæti en ef hlaupið verður hratt og möguleiki á að bæta sig þá er það bara bónus,“ útskýrir hún. Aníta var í úrslitum á EM innanhúss í Prag fyrir tveimur árum og hafnaði þá í fimmta sæti. Selina Büchel frá Sviss bar sigur úr býtum þá og er mætt til Belgrad til að verja Evrópumeistaratitilinn. „Það er góð breidd í keppendahópnum og það eru nokkuð margar sem eru jafnar að getu,“ segir Aníta sem vildi gjarnan komast aftur í lokaúrslitin, sem fara fram á sunnudag. „Það var gaman að vera í úrslitum síðast og markmiðið er að komast þangað aftur.“Vísir/HannaÆft í Arizona Innanhússtímabilinu lýkur hjá Anítu um helgina og áætlar hún að koma heim til Íslands í vikufrí til að hlaða batteríin. „Svo hefjast grunnæfingar fyrir utanhússtímabilið og byrjum við á að fara í æfingaferð til Arizona í Bandaríkjunum þar sem æft er í þó nokkurri hæð,“ segir Aníta en stærstu mót sumarsins verða HM í frjálsum sem fara að þessu sinni fram í Lundúnum í ágúst og EM U-23 ára í Póllandi í júlí. Keppni í grein Anítu hefst laust fyrir klukkan 10 í dag en undanúrslitin fara fram á morgun og úrslitin á sunnudag, sem fyrr segir. Hlynur keppir í undanrásum í 3000 m hlaupi síðdegis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Belgrad í Serbíu um helgina og hefst í dag. Ísland á tvo keppendur á mótinu sem verða báðir í eldlínunni í dag – Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 m hlaupi kvenna og Hlynur Andrésson í 3000 m hlaupi karla. Aníta er með þriðja besta tíma ársins af skráðum keppendum í greininni en þó vantar marga af sterkustu hlaupurum Evrópu í mótið, til að mynda alla þrjá evrópsku hlauparana sem komust í úrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Aníta virðist í frábæru formi eftir að hafa dvalið í Hollandi stærstan hluta vetrarins þar sem hún hefur æft við nýjar aðstæður og undir leiðsögn nýs þjálfara, Hollendingsins Honore Hoedt. Aníta bætti til að mynda Íslandsmet sitt innanhúss á Reykjavíkurleikunum í janúar er hún hljóp á 2:01,56 mínútum. Aníta á þó sjálfsagt meira inni enda bætti hún Íslandsmet sitt utanhúss í Ríó í sumar er hún hljóp á 2:00,14 mínútum. „Það tók auðvitað tíma að koma sér fyrir og venjast nýjum aðstæðum en þannig væri það sjálfsagt alls staðar. Ég er mjög sátt,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið síðdegis í gær, er hún var að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir mótið. Aníta er í sterkum æfingahópi í Holland og æfði með honum í Portúgal áður en haldið var til Serbíu. „Það gekk vel og mér líður vel. Ferðalagið hingað var líka stutt,“ segir hún.Vísir/HannaLíklega áfram í Hollandi Aníta útskrifaðist úr menntaskóla á síðasta ári og hafði lengi haft það í huga að prófa eitthvað nýtt, þó svo að henni hafi ávallt líkað vel að æfa heima. „Það er stærra samfélag hlaupara úti og maður hefur því lært nýja hluti,“ segir hún. „Það eru líka ýmsir kostir þess að vera úti eins og að geta hlaupið á skógarstígum allan ársins hring. Þar er undirlagið mýkra og aðstæðurnar styrkjandi,“ segir Aníta. Staðsetningin skiptir líka máli að sögn Anítu. „Það er auðveldara að komast í aðeins faglegri aðstæður ef þess þarf, maður kemst á sterkari mót og ferðalögin eru auðveldari.“ Hún reiknar frekar með því að vera áfram í Hollandi. „Mér líður vel og ég ætla að sjá til hvernig sumarið þróast. En ég hugsa að ég verði áfram enda vil ég gefa þessu tíma og leyfa prógramminu að virka,“ útskýrir hún.Bæting er bónus Aníta segir erfitt að meta fyrirfram hvort aðstæður bjóði upp á metabætingu á mótinu um helgina. „Það var mjög gaman að ná bætingu á RIG á heimavelli en maður veit aldrei hvernig meistaramót eins og þetta þróast. Maður verður í raun að vera tilbúinn fyrir hvað sem er. Keppnin verður fyrst og fremst við aðra keppendur um sæti en ef hlaupið verður hratt og möguleiki á að bæta sig þá er það bara bónus,“ útskýrir hún. Aníta var í úrslitum á EM innanhúss í Prag fyrir tveimur árum og hafnaði þá í fimmta sæti. Selina Büchel frá Sviss bar sigur úr býtum þá og er mætt til Belgrad til að verja Evrópumeistaratitilinn. „Það er góð breidd í keppendahópnum og það eru nokkuð margar sem eru jafnar að getu,“ segir Aníta sem vildi gjarnan komast aftur í lokaúrslitin, sem fara fram á sunnudag. „Það var gaman að vera í úrslitum síðast og markmiðið er að komast þangað aftur.“Vísir/HannaÆft í Arizona Innanhússtímabilinu lýkur hjá Anítu um helgina og áætlar hún að koma heim til Íslands í vikufrí til að hlaða batteríin. „Svo hefjast grunnæfingar fyrir utanhússtímabilið og byrjum við á að fara í æfingaferð til Arizona í Bandaríkjunum þar sem æft er í þó nokkurri hæð,“ segir Aníta en stærstu mót sumarsins verða HM í frjálsum sem fara að þessu sinni fram í Lundúnum í ágúst og EM U-23 ára í Póllandi í júlí. Keppni í grein Anítu hefst laust fyrir klukkan 10 í dag en undanúrslitin fara fram á morgun og úrslitin á sunnudag, sem fyrr segir. Hlynur keppir í undanrásum í 3000 m hlaupi síðdegis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira