Mæðgurnar Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir með framlag í Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 10:09 Mæðgurnar Erla Bolladóttir og Linda Hartmanns. Vísir Linda Hartmanns stígur fyrst á svið í Háskólabíói næstkomandi laugardagskvöld þar sem hún mun flytja lagið Ástfangin á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið samdi hún fyrst á ensku undir heitinu Obvious Love en hún flytur það með íslenskum texta á laugardag sem hún samdi ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur. Þetta er í fyrsta skiptið sem Linda keppir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún er því með mikla reynslu af tónlist. 27 ára gömul státar hún af þriggja ára veru í tónlistarskóla FÍH. Hún var í stelpu rokksveitinni Elektru. Hún er í reggí-hljómsveitinni Lefty Hooks & The Right Thingz.En nú síðast tóku eflaust flestir eftir henni í The Voice Ísland.Hafa haft nægan tíma til æfinga Linda segir mikinn undirbúning að baki atriði hennar. Tveimur mánuðum fyrir jól fékk hún að vita að lagið hennar yrði í Söngvakeppni Sjónvarpsins en mátti engum segja það fyrr en tilkynnt var formlega hvaða lög yrðu í keppninni nú í janúar. „Við höfum því haft nægan tíma til æfinga,“ segir Linda en spurð hvort hún mun brydda upp á einhverjum nýjungum í atriði sínu sem á eftir að koma áhorfendum á óvart svarar hún að svo gæti farið. „Ég held líka að það eigi eftir að koma fólki á óvart hvað ég er góð að syngja á sviði,“ segir Linda og nefnir að þeir sem hafa heyrt lifandi flutning hennar á laginu hafi fengið nýjan upplifun á það.Linda í The Voice.Svekkt að detta út úr The Voice Hún segir reynsluna af The Voice eiga eftir að nýtast henni vel en hún var þó svekkt að detta þar út. Það var um það leyti þar sem lög voru valin í sameiningu og endaði hún með lag sem hentaði henni ekki. Í Söngvakeppninni mun hún hins vegar syngja sitt eigið lag sem sé allt önnur upplifun. „Ég var svekkt að detta út en það er rosalega gott að fara beint úr því yfir í Söngvakeppnina, það er allt öðruvísi pakki,“ segir Linda.Lagið samið eftir ferð til Suður-Afríku Hún segir lagið fjalla um unga konu sem verður ástfangin en hræðist þær tilfinningar og lætur sig því hverfa á brott. „Svo þegar hún áttar sig á þessum tilfinningum þá er það of seint og hún getur ekkert gert í því.“ Innblásturinn að laginu fékk hún þegar hún dvaldi í Suður-Afríku fyrir ári. Móðir hennar hafði boðið henni þangað ásamt systur Lindu sem er ættleidd frá Suður-Afríku. „Við vorum þar í þrjár vikur og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að semja þetta lag.“ Hún segir íslenska textann sem hún samdi ásamt móður sinni vera mjög líkan þeim enska, en þó með ljóðrænni blæ. „Hún hefur gert nokkra texta fyrir mig og er núna að gera annan fyrir nýtt lag sem ég er að semja,“ segir Linda.Erla með mikinn áhuga á ritlits Móðir hennar starfar á vettvangi menntunar og innflytjendamála sem verkefnisstjóri hjá Mími símenntunarstöð en hún hefur mikinn áhuga á ritlist. Árið 2008 gaf hún út sjálfsævisöguna Erla, góða Erla sem er uppgjör á hennar ævi en Linda segir hana vera með aðra bók í vinnslu. Linda segist bjartsýn fyrir keppnina á laugardag en gerir sér grein fyrir að keppnin er hörð, en hún þarf að etja kappi við reynslubolta á borð við Pál Rósinkranz og Svölu Björgvinsdóttur. „Svo lengi sem ég dett ekki á sviðinu, þá verð ég í góðum málum.“Uppfært: Hér áður var fullyrt að Linda hefði tekið þátt í Söngvakeppninni með hljómsveitinni Elektru árið 2009. Það er rangt því Linda var ekki í hljómsveitinni á þeim tíma. Hún gekk hins vegar til liðs við bandið árið 2010. Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Linda Hartmanns stígur fyrst á svið í Háskólabíói næstkomandi laugardagskvöld þar sem hún mun flytja lagið Ástfangin á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið samdi hún fyrst á ensku undir heitinu Obvious Love en hún flytur það með íslenskum texta á laugardag sem hún samdi ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur. Þetta er í fyrsta skiptið sem Linda keppir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún er því með mikla reynslu af tónlist. 27 ára gömul státar hún af þriggja ára veru í tónlistarskóla FÍH. Hún var í stelpu rokksveitinni Elektru. Hún er í reggí-hljómsveitinni Lefty Hooks & The Right Thingz.En nú síðast tóku eflaust flestir eftir henni í The Voice Ísland.Hafa haft nægan tíma til æfinga Linda segir mikinn undirbúning að baki atriði hennar. Tveimur mánuðum fyrir jól fékk hún að vita að lagið hennar yrði í Söngvakeppni Sjónvarpsins en mátti engum segja það fyrr en tilkynnt var formlega hvaða lög yrðu í keppninni nú í janúar. „Við höfum því haft nægan tíma til æfinga,“ segir Linda en spurð hvort hún mun brydda upp á einhverjum nýjungum í atriði sínu sem á eftir að koma áhorfendum á óvart svarar hún að svo gæti farið. „Ég held líka að það eigi eftir að koma fólki á óvart hvað ég er góð að syngja á sviði,“ segir Linda og nefnir að þeir sem hafa heyrt lifandi flutning hennar á laginu hafi fengið nýjan upplifun á það.Linda í The Voice.Svekkt að detta út úr The Voice Hún segir reynsluna af The Voice eiga eftir að nýtast henni vel en hún var þó svekkt að detta þar út. Það var um það leyti þar sem lög voru valin í sameiningu og endaði hún með lag sem hentaði henni ekki. Í Söngvakeppninni mun hún hins vegar syngja sitt eigið lag sem sé allt önnur upplifun. „Ég var svekkt að detta út en það er rosalega gott að fara beint úr því yfir í Söngvakeppnina, það er allt öðruvísi pakki,“ segir Linda.Lagið samið eftir ferð til Suður-Afríku Hún segir lagið fjalla um unga konu sem verður ástfangin en hræðist þær tilfinningar og lætur sig því hverfa á brott. „Svo þegar hún áttar sig á þessum tilfinningum þá er það of seint og hún getur ekkert gert í því.“ Innblásturinn að laginu fékk hún þegar hún dvaldi í Suður-Afríku fyrir ári. Móðir hennar hafði boðið henni þangað ásamt systur Lindu sem er ættleidd frá Suður-Afríku. „Við vorum þar í þrjár vikur og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að semja þetta lag.“ Hún segir íslenska textann sem hún samdi ásamt móður sinni vera mjög líkan þeim enska, en þó með ljóðrænni blæ. „Hún hefur gert nokkra texta fyrir mig og er núna að gera annan fyrir nýtt lag sem ég er að semja,“ segir Linda.Erla með mikinn áhuga á ritlits Móðir hennar starfar á vettvangi menntunar og innflytjendamála sem verkefnisstjóri hjá Mími símenntunarstöð en hún hefur mikinn áhuga á ritlist. Árið 2008 gaf hún út sjálfsævisöguna Erla, góða Erla sem er uppgjör á hennar ævi en Linda segir hana vera með aðra bók í vinnslu. Linda segist bjartsýn fyrir keppnina á laugardag en gerir sér grein fyrir að keppnin er hörð, en hún þarf að etja kappi við reynslubolta á borð við Pál Rósinkranz og Svölu Björgvinsdóttur. „Svo lengi sem ég dett ekki á sviðinu, þá verð ég í góðum málum.“Uppfært: Hér áður var fullyrt að Linda hefði tekið þátt í Söngvakeppninni með hljómsveitinni Elektru árið 2009. Það er rangt því Linda var ekki í hljómsveitinni á þeim tíma. Hún gekk hins vegar til liðs við bandið árið 2010.
Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning