Með átta starfsmenn í fullri vinnu: "Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2017 10:30 Egill Ploder fer á kostum í myndbandinu við lagið sem nýtur gríðarlegra vinsælda. „Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag. Áttan Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag.
Áttan Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira