Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 98-101 | Flautuþristur Dags Kárs réði úrslitum Telma Ösp Einarsdóttir í Síkinu skrifar 5. mars 2017 22:45 Dagur Kár var hetja Grindavíkur á Króknum. Vísir/Stefán Grindavík vann í kvöld frábæran sigur á Tindastól í Domino‘s Deild karla í körfuknattleik í kvöld. Bæði lið byrjuðu að miklum krafti en Stólarnir leiddu leikinn mest allan tímann. Grindvíkingar voru aðeins að vandræðast sóknarlega í fyrsta leikhlutanum. Stólarnir stálu 5 sinnum boltanum í þeim leikhluta.Grindvíkingar stigu heldur betur upp í 2. leikhluta og minnkuðu muninn niður í 2 stig. Lewis var til mikilla vandræða sóknarlega hjá Stólunum en hann setti 16 stig í þeim leikhluta. Í seinni leikhluta hélt baráttan áfram og síðasti leikhlutinn var magnaður. Grindvíkingar koma sér tveimur stigum yfir þegar það eru þrjár mínútur eftir. Þegar það eru tvær mínútur eftir, eru Stólarnir búnir að missa þetta niður í 6 stig. Þeir héldu þó baráttunni áfram og jöfnuðu leikinn þegar það voru 4 sekúndur eftir. Dagur Kár Jónsson hleypur þá yfir með boltann og nær að setja magnaða flautukörfu ofaní með tvo varnarmenn í sér. Lokatölur urðu 98–101 fyrir Grindavík. Ólafur var stigahæstur gestanna með 33 stig og Dagur Kár með 31 stig. Hester var stigahæstur hjá Tindastól með 29 stig og Björgvin Hafþór með 22 stig.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar sýndu mikinn vilja og sýndu mikla baráttu. Þeir voru örfáum stigum undir nánast allan tímann og náðu svo að koma sér yfir í lokinn. Sóknin þeirra var góð og Stólarnir voru í vandræðum með að stoppa lykilmenn Grindavíkur. Stólarnir virtust svo vera orðnir mjög þreyttir í lokin.Bestu menn vallarins: Dagur Kár Jónsson er klárlega maður leiksins en hann kláraði leikinn með stórkostlegri flautukörfu. Hann var að spila mjög vel sóknarlega og varnarlega og skilaði inn 31 stigi. Ólafur Ólafsson spilaði líka frábærlega en hann var stigahæstur með 33 stig og 8 fráköst. Antonio Hester spilaði líka frábærlega fyrir Tindastól en hann var stighæstur hjá þeim, með 29 stig og 9 fráköst. Björgvin átti líka mjög flottan leik en hann var með 22 stig og 10 fráköst.Áhugverð tölfræði: Þriggja stiga nýting liðana var í slakari kantinum í kvöld en bæði lið voru með nýtingu undir 50%. Stólarnir voru sterkari í öllum tölfræði þáttum í kvöld nema í fráköstum og töpuðum boltum. Grindvíkingar hafa greinilega unnið leikinn með harðri baráttu og vilja í kvöld.Hvað gekk illa? Tindastóll áttu erfitt með að stöðva Grindvíkingana sóknarlega og halda Dag og Ólaf úr leiknum. Í lokin voru Stólarnir orðnir þreyttir sem þýddi að Grindvíkingar fengu auka sénsa í sókninni. Grindvíkingar gáfust aldrei upp og sýndi mikla baráttu og vilja allann tímann. Það var það sem skilaði þeim sigri í Síkinu í kvöld.Tindastóll–Grindavík 98-101 (32-24, 18-24, 25-22, 23-31)Tindastóll: Antonio Hester 29/ 9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 22/10 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/6 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 7, Hannes Ingi Másson 6, Helgi Freyr Margeirsson 6, Finnbogi Bjarnason 5, Friðrik Þór Stefánsson 1Grindavík: Ólafur Ólafsson 33/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 31, Lewis Clinch Jr. 18/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 8, Þorsteinn Finnbogason 7, Þorleifur Ólafsson 4.Dagur: Tilfinningin var alveg geggjuð Dagur Kár Jónsson leikmaður Grindavíkur, var mjög ánægður með sigur kvöldsins. Hann kláraði leikinn með sigurflautukörfu fyrir Grindvíkingana í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Við spiluðum virkilega vel í kvöld og fannst að við áttum þetta skilið,“ sagði Dagur í samtali við Vísi. Hann segir að þegar hann hafi séð að sigurkarfan væri á leiðinni ofaní, hafi tilfinningin verið geggjuð. „Þótt boltinn hafi farið í spjaldið, en ég ætla ekkert að fara í smáatriðin,“ sagði Dagur og hló. Hann endurtók svo að tilfinningin hafi verið alveg geggjuð. „Við vorum að spila virkilega góðan leik, það hefur verið svolítið þannig á tímabilinu þar sem það vantar sóknina í leikinn, þótt vörnin sé í leiknum,“ sagði Dagur. Hann segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn í langan tíma þar sem þeir voru virkilega góðir bæði í sókn og vörn. Hann bætir svo við að honum hafi fundist þeir hafa átt þetta virkilega skilið í kvöld. „Þetta er frábær undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Það voru læti en þannig verða leikirnir í úrslitakeppninni. Við sýndum í dag hvað við vorum tilbúnir í úrslitakeppnina,“ sagði Dagur að lokumBjörgvin: Var orðinn tilbúinn í framlenginguna Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður Tindastóls, var mjög svekktur eftir leik kvöldsins á móti Grindavík, í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. „Það er grátlegt að tapa á síðasta skotinu. En ég meina, þeir voru að hitta mjög vel fyrir utan. Sérstaklega Dagur og Óli. Báðir með yfir 30 stig, en þetta var samt algjör grís.Maður var svona pínu orðinn tilbúinn í framlenginguna. Ég var að pæla í því hvort ég ætti að hoppa með Pétri þarna uppí hann, en svo hætti ég við. Ég var pínu hræddur um að brjóta á honum og hann setur hann ofaní þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Björgvin eftir leik kvöldsins. Hann segist alltaf undirbúa sig fyrir hörku leik og að Grindavík sé eitt af þessum hörkuliðum. Hann bætir við að þeir hafa ætlað að verja heimavöllinn. Þeir lögðu upp með að vinna og gera það sem þyrfti. „Mér fannst pínu andleysi í okkar mönnum þótt ég sé ekki að taka neitt af Grindvíkingunum. Þeir voru mjög góðir og voru að hitta vel. Við vorum gefa þeim tvo, þrjá sénsa í mjög mikið af sóknum þegar þeir voru að koma sér inní leikinn aftur, í staðinn fyrir að gefa þeim bara einn séns í hvert skipti. En þetta bara datt þeirra megin í kvöld,“ bætti Björgvin við. Hann sagði að það sé alltaf svekkjandi að tapa en það hafi kannski verið fín að fá einn skell núna fyrir úrslitakeppnina. Þeir ætla að klára seinasta leikinn og halda öðru sætinu. Svo ætla þeir bara inn í úrslitakeppnina i,“ sagði Björgvin að lokum.Martin: Litum út fyrir að vera þreyttir Israel Martin, þjáflari Tindastóls, var afar ósáttur eftir tap á móti Grindavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Við getum ekki spilað leiki og fengið á okkur 101 stig. Það er ómögulegt, við getum ekki unnið svoleiðis og þetta er ekki aðferðin okkar,“ sagði Israel Martin að leik loknum. Hann segir að ef að síðustu fimm leikir eru skoðaðir þá skoruðu liðin ekki meira en 80 stig. Það er þeirra aðferð. Þeir litu út fyrir að vera þreyttir andlega og líkamlega. Hann bætir við að þeir hafi ekki fundið leið til að stoppa þá, sérstaklega Dag og Óla sem voru með 33 stig hvor sem er alltof mikið fyrir liðið. „Við litum út fyrir að vera þreyttir. Við höfum spilað marga leiki á undanförnum vikum og kannski erum við ekki búnir að ná okkur almennilega eftir það. Það leit út fyrir að við vorum fyrir aftan þá allan tímann,“ sagði Martin í samtali við Vísi. Í lokin sagðist hann ætla að hugsa um komandi leiki á morgun. Hann bætir við að hann ætli fyrst og fremst að hugsa um strákana og hvernig þeir geti orðið betri.Jóhann: Við eltum nánast allan tímann Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur eftir að hafa unnið Stólana á útivelli í kvöld. „Við eltum nánast allan tímann og mínir menn fá bara kredit fyrir það. Við töluðum um þetta fyrir leikinn að við myndum mögulega þurfa lenda í því að elta og við gáfumst aldrei upp. Við héldum alltaf áfram að elta og horfðum bara fram á við. Við vorum ekkert að dvelja yfir því sem var búið,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi að leik loknum. Hann segist vera mjög sáttur með liði sitt, frammistaðan hafi verið flott og segir þetta hafa verið eitthvað sem þeir unnu fyrir. Varnarlega voru þeir kannski ekki alltof góðir en það er eitthvað sem þeir þurfa bara að vinna í. Hann bætir svo við að hann sé mjög sáttur með stigin tvö. „Einn leikur eftir og við fáum Skallana heim. Það verður hörku leikur, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og must win fyrir bæði lið þannig að ég hlakka bara til, sagði Jóhann að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Grindavík vann í kvöld frábæran sigur á Tindastól í Domino‘s Deild karla í körfuknattleik í kvöld. Bæði lið byrjuðu að miklum krafti en Stólarnir leiddu leikinn mest allan tímann. Grindvíkingar voru aðeins að vandræðast sóknarlega í fyrsta leikhlutanum. Stólarnir stálu 5 sinnum boltanum í þeim leikhluta.Grindvíkingar stigu heldur betur upp í 2. leikhluta og minnkuðu muninn niður í 2 stig. Lewis var til mikilla vandræða sóknarlega hjá Stólunum en hann setti 16 stig í þeim leikhluta. Í seinni leikhluta hélt baráttan áfram og síðasti leikhlutinn var magnaður. Grindvíkingar koma sér tveimur stigum yfir þegar það eru þrjár mínútur eftir. Þegar það eru tvær mínútur eftir, eru Stólarnir búnir að missa þetta niður í 6 stig. Þeir héldu þó baráttunni áfram og jöfnuðu leikinn þegar það voru 4 sekúndur eftir. Dagur Kár Jónsson hleypur þá yfir með boltann og nær að setja magnaða flautukörfu ofaní með tvo varnarmenn í sér. Lokatölur urðu 98–101 fyrir Grindavík. Ólafur var stigahæstur gestanna með 33 stig og Dagur Kár með 31 stig. Hester var stigahæstur hjá Tindastól með 29 stig og Björgvin Hafþór með 22 stig.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar sýndu mikinn vilja og sýndu mikla baráttu. Þeir voru örfáum stigum undir nánast allan tímann og náðu svo að koma sér yfir í lokinn. Sóknin þeirra var góð og Stólarnir voru í vandræðum með að stoppa lykilmenn Grindavíkur. Stólarnir virtust svo vera orðnir mjög þreyttir í lokin.Bestu menn vallarins: Dagur Kár Jónsson er klárlega maður leiksins en hann kláraði leikinn með stórkostlegri flautukörfu. Hann var að spila mjög vel sóknarlega og varnarlega og skilaði inn 31 stigi. Ólafur Ólafsson spilaði líka frábærlega en hann var stigahæstur með 33 stig og 8 fráköst. Antonio Hester spilaði líka frábærlega fyrir Tindastól en hann var stighæstur hjá þeim, með 29 stig og 9 fráköst. Björgvin átti líka mjög flottan leik en hann var með 22 stig og 10 fráköst.Áhugverð tölfræði: Þriggja stiga nýting liðana var í slakari kantinum í kvöld en bæði lið voru með nýtingu undir 50%. Stólarnir voru sterkari í öllum tölfræði þáttum í kvöld nema í fráköstum og töpuðum boltum. Grindvíkingar hafa greinilega unnið leikinn með harðri baráttu og vilja í kvöld.Hvað gekk illa? Tindastóll áttu erfitt með að stöðva Grindvíkingana sóknarlega og halda Dag og Ólaf úr leiknum. Í lokin voru Stólarnir orðnir þreyttir sem þýddi að Grindvíkingar fengu auka sénsa í sókninni. Grindvíkingar gáfust aldrei upp og sýndi mikla baráttu og vilja allann tímann. Það var það sem skilaði þeim sigri í Síkinu í kvöld.Tindastóll–Grindavík 98-101 (32-24, 18-24, 25-22, 23-31)Tindastóll: Antonio Hester 29/ 9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 22/10 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 12, Pétur Rúnar Birgisson 10/6 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 7, Hannes Ingi Másson 6, Helgi Freyr Margeirsson 6, Finnbogi Bjarnason 5, Friðrik Þór Stefánsson 1Grindavík: Ólafur Ólafsson 33/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 31, Lewis Clinch Jr. 18/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 8, Þorsteinn Finnbogason 7, Þorleifur Ólafsson 4.Dagur: Tilfinningin var alveg geggjuð Dagur Kár Jónsson leikmaður Grindavíkur, var mjög ánægður með sigur kvöldsins. Hann kláraði leikinn með sigurflautukörfu fyrir Grindvíkingana í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Við spiluðum virkilega vel í kvöld og fannst að við áttum þetta skilið,“ sagði Dagur í samtali við Vísi. Hann segir að þegar hann hafi séð að sigurkarfan væri á leiðinni ofaní, hafi tilfinningin verið geggjuð. „Þótt boltinn hafi farið í spjaldið, en ég ætla ekkert að fara í smáatriðin,“ sagði Dagur og hló. Hann endurtók svo að tilfinningin hafi verið alveg geggjuð. „Við vorum að spila virkilega góðan leik, það hefur verið svolítið þannig á tímabilinu þar sem það vantar sóknina í leikinn, þótt vörnin sé í leiknum,“ sagði Dagur. Hann segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn í langan tíma þar sem þeir voru virkilega góðir bæði í sókn og vörn. Hann bætir svo við að honum hafi fundist þeir hafa átt þetta virkilega skilið í kvöld. „Þetta er frábær undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Það voru læti en þannig verða leikirnir í úrslitakeppninni. Við sýndum í dag hvað við vorum tilbúnir í úrslitakeppnina,“ sagði Dagur að lokumBjörgvin: Var orðinn tilbúinn í framlenginguna Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður Tindastóls, var mjög svekktur eftir leik kvöldsins á móti Grindavík, í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. „Það er grátlegt að tapa á síðasta skotinu. En ég meina, þeir voru að hitta mjög vel fyrir utan. Sérstaklega Dagur og Óli. Báðir með yfir 30 stig, en þetta var samt algjör grís.Maður var svona pínu orðinn tilbúinn í framlenginguna. Ég var að pæla í því hvort ég ætti að hoppa með Pétri þarna uppí hann, en svo hætti ég við. Ég var pínu hræddur um að brjóta á honum og hann setur hann ofaní þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Björgvin eftir leik kvöldsins. Hann segist alltaf undirbúa sig fyrir hörku leik og að Grindavík sé eitt af þessum hörkuliðum. Hann bætir við að þeir hafa ætlað að verja heimavöllinn. Þeir lögðu upp með að vinna og gera það sem þyrfti. „Mér fannst pínu andleysi í okkar mönnum þótt ég sé ekki að taka neitt af Grindvíkingunum. Þeir voru mjög góðir og voru að hitta vel. Við vorum gefa þeim tvo, þrjá sénsa í mjög mikið af sóknum þegar þeir voru að koma sér inní leikinn aftur, í staðinn fyrir að gefa þeim bara einn séns í hvert skipti. En þetta bara datt þeirra megin í kvöld,“ bætti Björgvin við. Hann sagði að það sé alltaf svekkjandi að tapa en það hafi kannski verið fín að fá einn skell núna fyrir úrslitakeppnina. Þeir ætla að klára seinasta leikinn og halda öðru sætinu. Svo ætla þeir bara inn í úrslitakeppnina i,“ sagði Björgvin að lokum.Martin: Litum út fyrir að vera þreyttir Israel Martin, þjáflari Tindastóls, var afar ósáttur eftir tap á móti Grindavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í kvöld. „Við getum ekki spilað leiki og fengið á okkur 101 stig. Það er ómögulegt, við getum ekki unnið svoleiðis og þetta er ekki aðferðin okkar,“ sagði Israel Martin að leik loknum. Hann segir að ef að síðustu fimm leikir eru skoðaðir þá skoruðu liðin ekki meira en 80 stig. Það er þeirra aðferð. Þeir litu út fyrir að vera þreyttir andlega og líkamlega. Hann bætir við að þeir hafi ekki fundið leið til að stoppa þá, sérstaklega Dag og Óla sem voru með 33 stig hvor sem er alltof mikið fyrir liðið. „Við litum út fyrir að vera þreyttir. Við höfum spilað marga leiki á undanförnum vikum og kannski erum við ekki búnir að ná okkur almennilega eftir það. Það leit út fyrir að við vorum fyrir aftan þá allan tímann,“ sagði Martin í samtali við Vísi. Í lokin sagðist hann ætla að hugsa um komandi leiki á morgun. Hann bætir við að hann ætli fyrst og fremst að hugsa um strákana og hvernig þeir geti orðið betri.Jóhann: Við eltum nánast allan tímann Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur eftir að hafa unnið Stólana á útivelli í kvöld. „Við eltum nánast allan tímann og mínir menn fá bara kredit fyrir það. Við töluðum um þetta fyrir leikinn að við myndum mögulega þurfa lenda í því að elta og við gáfumst aldrei upp. Við héldum alltaf áfram að elta og horfðum bara fram á við. Við vorum ekkert að dvelja yfir því sem var búið,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi að leik loknum. Hann segist vera mjög sáttur með liði sitt, frammistaðan hafi verið flott og segir þetta hafa verið eitthvað sem þeir unnu fyrir. Varnarlega voru þeir kannski ekki alltof góðir en það er eitthvað sem þeir þurfa bara að vinna í. Hann bætir svo við að hann sé mjög sáttur með stigin tvö. „Einn leikur eftir og við fáum Skallana heim. Það verður hörku leikur, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og must win fyrir bæði lið þannig að ég hlakka bara til, sagði Jóhann að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira