Þetta er um ástina í mörgum formum Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 11:00 Kári Tulinius rithöfundur sem sendi nýverið frá sér skáldsöguna Móðurhugur. Fréttablaðið/Stefán Móðurhugur er ný skáldsaga eftir Kára Tulinius. Kári er einn af stofnendum Meðgönguljóða þar sem ljóðskáldið í honum á sér athvarf en skáldsagnahöfundurinn er hins vegar á mála hjá Forlaginu sem gaf einnig út fyrstu skáldsögu Kára, Píslarvottar án hæfileika, árið 2010. „Við stofnuðum meðgönguljóð tveimur árum eftir að þessi skáldsaga kom út en það er alfarið ljóðasería og mér finnst ágætt að halda þessu aðskildu.“Beðið eftir lest Kári segir að hugmyndina að nýju skáldsögunni megi rekja til þess að hann hafi setið á lestarstöð í borginni Providence í Bandaríkjunum þar sem hann bjó um tíma. „Þá duttu mér allt í einu í hug tvær persónur. Annars vegar Inga, íslenskur námsmaður í Bandaríkjunum sem væri að bíða eftir vini sínum Abel sem er transmaður. Abel og Inga hafa þekkst í ein átta ár en eingöngu á netinu og svo hittast þau í fyrsta skipti í eigin persónu og Inga verður ástfangin af Abel en hann þýðist ekki ást hennar.“ Þannig að þetta er svona eins og maður er að hugsa á lestarstöð? „Já, einmitt,“ segir Kári léttur. „Þetta er svona hugmynd sem kemur einmitt til manns þegar maður er að bíða og lestin var meira að segja aðeins sein sem gaf mér enn betra svigrúm til þess að klára þessa hugsun. Það er nefnilega þarna þriðja lykilpersónan Theodóra, móðir Ingu, og í upphafi sögunnar þarf hún að gefa samþykki sitt fyrir því að lækningatæki sem halda dóttur hennar á lífi séu tekin úr sambandi. Í framhaldinu er Theodóra að reyna að skilja það sem leiddi til þess með hjálp texta sem Inga skildi eftir sig. Er svona að reyna að skilja líf dóttur sinnar eftir hennar dag.“ Aðspurður hvers vegna Kári hafi viljað fara inn á þetta viðkvæma svæði á milli lífs og dauða þá segir hann skýringuna á því í raun einfalda. „Mig langaði til þess að skrifa um þessi merkingarþrungnu atvik í lífi fólks. Þessi atvik sem móta okkur kannski umfram önnur. Þess vegna var þessi tímapunktur í lífi Theodóru á einhvern hátt eini rétti byrjunarreiturinn. Sem höfundur er maður að ýta persónum sínum að einhverjum mörkum þess sem manneskjan getur þolað og skoða hana í ljósi þess. Þessi litli inngangskafli er kaflinn hennar Theodóru en svo hverfur hún úr sögunni en er engu að síður vofandi yfir henni allri á sama tíma. Þess vegna vildi ég hafa það skýrt hvað það væri sem lægi að baki henni. Þetta er bók um ástina í mörgum birtingarformum og eitt af því er móðurástin. Á þessu augnabliki hvílir hvað mestur þungi á móðurástinni og þess vegna markar þetta andartak upphaf þessarar sögu.“ Hvað má og hvað má ekki? Theodóra er skáld og hennar leið til þess að takast á við að skrifa upp á lífslok dóttur sinnar er að setja saman bók til minningar um dóttur sína. Þar með er Kári kominn inn á mörk lífs og skáldskapar og hann segist hafa viljað skoða hvað fólk hefur rétt á að segja um aðra. „Skoða hverju fólk hefur rétt á að deila. Inga hafði til að mynda sett saman úr gömlum tölvubréfum ævisögu Abels, mannsins sem hún varð ástfangin af, og hann er ósáttur við það. Þar með stöndum við frammi fyrir þessum spurningum: Hvað má og hvað má ekki segja um aðra? Hvenær eru sögur annarra manns eigin sögur?“ Þarna er Kári nú óneitanlega kominn inn á mál sem hefur verið mikið hitamál í íslensku menningarlífi í vetur en mikil umræða skapaðist í kringum leiksýninguna Gott fólk, í Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur. Kári segist þó í raun ekki hafa skoðun á því tiltekna máli. „Þetta var alveg óvart,“ segir Kári og hlær. „Ég var bara að skrifa þetta í rólegheitum og svo þegar ég var búinn að skila inn handriti þá fór allt í háaloft í þessu máli. En ég verð að játa að ég hef hvorki lesið bókina Gott fólk, né séð leikritið sem skýrir afstöðuleysi mitt í þessu máli. Ég reyni eins og ég get að tjá mig ekki of mikið um það sem ég veit ekkert um.“ Engu að síður eru þessar vangaveltur um mörk skáldskapar og veruleika heit umræða víða um heim í dag og Kári bendir á að höfundar eins og Knausgaard í Noregi hafi verið að takast á við þetta. „En það er ekkert nýtt. Þetta er eitthvað sem fólk hefur verið að gera nánast frá upphafi skáldsögunnar. Ein af elstu skáldsögum heims er eftir Aphra Behn og hún var bara að skrifa slúður úr heimi fína fólksins í London á sautjándu öld þar sem var bara búið að skipta um nöfn. En þetta er forvitnilegt og erfitt og það eru engin einföld svör við þessu. Ég vildi samt halda þessu þarna innan verksins og vildi alls ekki taka á þessu af einhverri léttúð. Ég er frekar lengi að mynda mér skoðanir á hlutum og þegar ég er loksins kominn með skoðun á einhverju þá er umræðuefnið löngu dautt.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Móðurhugur er ný skáldsaga eftir Kára Tulinius. Kári er einn af stofnendum Meðgönguljóða þar sem ljóðskáldið í honum á sér athvarf en skáldsagnahöfundurinn er hins vegar á mála hjá Forlaginu sem gaf einnig út fyrstu skáldsögu Kára, Píslarvottar án hæfileika, árið 2010. „Við stofnuðum meðgönguljóð tveimur árum eftir að þessi skáldsaga kom út en það er alfarið ljóðasería og mér finnst ágætt að halda þessu aðskildu.“Beðið eftir lest Kári segir að hugmyndina að nýju skáldsögunni megi rekja til þess að hann hafi setið á lestarstöð í borginni Providence í Bandaríkjunum þar sem hann bjó um tíma. „Þá duttu mér allt í einu í hug tvær persónur. Annars vegar Inga, íslenskur námsmaður í Bandaríkjunum sem væri að bíða eftir vini sínum Abel sem er transmaður. Abel og Inga hafa þekkst í ein átta ár en eingöngu á netinu og svo hittast þau í fyrsta skipti í eigin persónu og Inga verður ástfangin af Abel en hann þýðist ekki ást hennar.“ Þannig að þetta er svona eins og maður er að hugsa á lestarstöð? „Já, einmitt,“ segir Kári léttur. „Þetta er svona hugmynd sem kemur einmitt til manns þegar maður er að bíða og lestin var meira að segja aðeins sein sem gaf mér enn betra svigrúm til þess að klára þessa hugsun. Það er nefnilega þarna þriðja lykilpersónan Theodóra, móðir Ingu, og í upphafi sögunnar þarf hún að gefa samþykki sitt fyrir því að lækningatæki sem halda dóttur hennar á lífi séu tekin úr sambandi. Í framhaldinu er Theodóra að reyna að skilja það sem leiddi til þess með hjálp texta sem Inga skildi eftir sig. Er svona að reyna að skilja líf dóttur sinnar eftir hennar dag.“ Aðspurður hvers vegna Kári hafi viljað fara inn á þetta viðkvæma svæði á milli lífs og dauða þá segir hann skýringuna á því í raun einfalda. „Mig langaði til þess að skrifa um þessi merkingarþrungnu atvik í lífi fólks. Þessi atvik sem móta okkur kannski umfram önnur. Þess vegna var þessi tímapunktur í lífi Theodóru á einhvern hátt eini rétti byrjunarreiturinn. Sem höfundur er maður að ýta persónum sínum að einhverjum mörkum þess sem manneskjan getur þolað og skoða hana í ljósi þess. Þessi litli inngangskafli er kaflinn hennar Theodóru en svo hverfur hún úr sögunni en er engu að síður vofandi yfir henni allri á sama tíma. Þess vegna vildi ég hafa það skýrt hvað það væri sem lægi að baki henni. Þetta er bók um ástina í mörgum birtingarformum og eitt af því er móðurástin. Á þessu augnabliki hvílir hvað mestur þungi á móðurástinni og þess vegna markar þetta andartak upphaf þessarar sögu.“ Hvað má og hvað má ekki? Theodóra er skáld og hennar leið til þess að takast á við að skrifa upp á lífslok dóttur sinnar er að setja saman bók til minningar um dóttur sína. Þar með er Kári kominn inn á mörk lífs og skáldskapar og hann segist hafa viljað skoða hvað fólk hefur rétt á að segja um aðra. „Skoða hverju fólk hefur rétt á að deila. Inga hafði til að mynda sett saman úr gömlum tölvubréfum ævisögu Abels, mannsins sem hún varð ástfangin af, og hann er ósáttur við það. Þar með stöndum við frammi fyrir þessum spurningum: Hvað má og hvað má ekki segja um aðra? Hvenær eru sögur annarra manns eigin sögur?“ Þarna er Kári nú óneitanlega kominn inn á mál sem hefur verið mikið hitamál í íslensku menningarlífi í vetur en mikil umræða skapaðist í kringum leiksýninguna Gott fólk, í Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur. Kári segist þó í raun ekki hafa skoðun á því tiltekna máli. „Þetta var alveg óvart,“ segir Kári og hlær. „Ég var bara að skrifa þetta í rólegheitum og svo þegar ég var búinn að skila inn handriti þá fór allt í háaloft í þessu máli. En ég verð að játa að ég hef hvorki lesið bókina Gott fólk, né séð leikritið sem skýrir afstöðuleysi mitt í þessu máli. Ég reyni eins og ég get að tjá mig ekki of mikið um það sem ég veit ekkert um.“ Engu að síður eru þessar vangaveltur um mörk skáldskapar og veruleika heit umræða víða um heim í dag og Kári bendir á að höfundar eins og Knausgaard í Noregi hafi verið að takast á við þetta. „En það er ekkert nýtt. Þetta er eitthvað sem fólk hefur verið að gera nánast frá upphafi skáldsögunnar. Ein af elstu skáldsögum heims er eftir Aphra Behn og hún var bara að skrifa slúður úr heimi fína fólksins í London á sautjándu öld þar sem var bara búið að skipta um nöfn. En þetta er forvitnilegt og erfitt og það eru engin einföld svör við þessu. Ég vildi samt halda þessu þarna innan verksins og vildi alls ekki taka á þessu af einhverri léttúð. Ég er frekar lengi að mynda mér skoðanir á hlutum og þegar ég er loksins kominn með skoðun á einhverju þá er umræðuefnið löngu dautt.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira