Í göngutúrum með barnavagninn og myndavélina Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 13:15 Eitt af verkum Klængs Gunnarssonar á sýningunni Hjúpur í sýningarsal SÍM. Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira