Í göngutúrum með barnavagninn og myndavélina Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 13:15 Eitt af verkum Klængs Gunnarssonar á sýningunni Hjúpur í sýningarsal SÍM. Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars. Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í gær opnaði Klængur Gunnarsson einkasýninguna Hjúp í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16. Klængur útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur frá útskrift sýnt víða, bæði hér heima og erlendis. Klængur segir að hann hafi reyndar búið á Akureyri síðustu tvo vetur. „Þar var ég formaður myndlistarfélagsins og ansi virkur í myndlistarlífinu fyrir norðan sem er nú ansi kröftugt. En svo er ég nýlega fluttur aftur heim og er svona aðeins að reyna að sýna mig hérna líka.“ Á sýningunni má sjá ljósmyndir af hinum litlu og ómeðvituðu innsetningum sem við höfum flest tekið þátt í að skapa í okkar daglega lífi í gegnum tíðina með samtíningi hversdagsins í aftursætum bifreiða. Klængur segir að hversdagurinn hafi alltaf verið honum hugleikinn og að hann hafi unnið með hann lengi. „Ég tíni fram svona andartök úr hversdeginum og nýti þau í innsetningar, skúlptúra og vídeó en þetta er fyrsta ljósmyndasýningin mín í langan tíma. Ég lærði fyrst ljósmyndun úti í Svíþjóð fyrir tólf árum. Þetta eru myndir úr aftursætum bifreiða sem ég er búinn að vera að safna saman á síðustu tveimur árum og þetta er úrval af einhverjum 250 til 300 myndum. Ég mynda þetta mest í mínu nærumhverfi og ég fer í göngutúra til þess að mynda. Núna er ég í fæðingarorlofi og þá geng ég með barnavagninn og er ekki alveg eins berskjaldaður þegar ég er að munda myndavélina inn um glugga kyrrstæðra bíla. Þetta lítur kannski hálf undarlega út svona út á við en ég lofa að mér gengur ekkert illt til,“ segir Klængur léttur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars.
Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira