Trump kallar eftir rannsókn á tengslum Demókrata við Rússlandsstjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 22:29 Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir á Twitter síðu sinni að hann vilji að tengsl Chuck Schumer og Nancy Pelosi við yfirvöld í Rússlandi verði rannsökuð. Chuck Schumer er öldungardeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn og Nancy Pelosi er leiðtogi Demókrata í neðri deild þingsins. Á Twitter síðu sinni birti Trump mynd af Schumer þar sem hann sést drekka kaffi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og kallar hann „algjöran hræsnara.“We should start an immediate investigation into @SenSchumer and his ties to Russia and Putin. A total hypocrite! pic.twitter.com/Ik3yqjHzsA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017 Schumer var þó ekki lengi að svara fyrir sig, sagðist glaður vilja útskýra og benti á að myndin væri tekin árið 2003 fyrir opnum tjöldum. Myndin var tekin þegar fyrsta bensínstöð rússneska olíufyrirtækisins Lukoil var opnuð í New York fylki fyrir fjórtán árum síðan.Happily talk re: my contact w Mr. Putin & his associates, took place in '03 in full view of press & public under oath. Would you &your team? https://t.co/yXgw3U8tmQ— Chuck Schumer (@SenSchumer) March 3, 2017 Seinna deildi Trump frétt Politico og sagðist einnig vilja rannsókn á Nancy Pelosi, sem hafði áður neitað að hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Í frétt Politico má sjá mynd af fundi þeirra Kislyak og Pelosi árið 2010 þegar Dimitriy Medvedev var forseti Rússlands.I hereby demand a second investigation, after Schumer, of Pelosi for her close ties to Russia, and lying about it. https://t.co/qCDljfF3wN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er þessa daganna undir mikilli pressu og er sakaður um að hafa logið undir eiðstaf fvarðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Möguleg tengsl Donald Trump og starfsmanna hans við Rússland hafa valdið honum miklum vandræðum. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Hann sagði sig þó frá rannsókninni í gærkvöldi. Þingmenn Demókrata vilja þó að Sessions segi af sér og segja afsökun hans fyrir því að hafa afvegaleitt þingmenn sé ekki trúverðug. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Þetta eru algerar nornaveiðar“ Donald Trump segir Jeff Sessions ekki hafa logið og að demókratar hafi tapað tengslum við raunveruleikan. 3. mars 2017 08:01 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna boðaði til fyrr í kvöld til blaðamannafundar vegna ásakana um að hann hafi logið að þingnefnd. 2. mars 2017 21:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir á Twitter síðu sinni að hann vilji að tengsl Chuck Schumer og Nancy Pelosi við yfirvöld í Rússlandi verði rannsökuð. Chuck Schumer er öldungardeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn og Nancy Pelosi er leiðtogi Demókrata í neðri deild þingsins. Á Twitter síðu sinni birti Trump mynd af Schumer þar sem hann sést drekka kaffi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og kallar hann „algjöran hræsnara.“We should start an immediate investigation into @SenSchumer and his ties to Russia and Putin. A total hypocrite! pic.twitter.com/Ik3yqjHzsA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017 Schumer var þó ekki lengi að svara fyrir sig, sagðist glaður vilja útskýra og benti á að myndin væri tekin árið 2003 fyrir opnum tjöldum. Myndin var tekin þegar fyrsta bensínstöð rússneska olíufyrirtækisins Lukoil var opnuð í New York fylki fyrir fjórtán árum síðan.Happily talk re: my contact w Mr. Putin & his associates, took place in '03 in full view of press & public under oath. Would you &your team? https://t.co/yXgw3U8tmQ— Chuck Schumer (@SenSchumer) March 3, 2017 Seinna deildi Trump frétt Politico og sagðist einnig vilja rannsókn á Nancy Pelosi, sem hafði áður neitað að hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Í frétt Politico má sjá mynd af fundi þeirra Kislyak og Pelosi árið 2010 þegar Dimitriy Medvedev var forseti Rússlands.I hereby demand a second investigation, after Schumer, of Pelosi for her close ties to Russia, and lying about it. https://t.co/qCDljfF3wN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er þessa daganna undir mikilli pressu og er sakaður um að hafa logið undir eiðstaf fvarðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Möguleg tengsl Donald Trump og starfsmanna hans við Rússland hafa valdið honum miklum vandræðum. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Hann sagði sig þó frá rannsókninni í gærkvöldi. Þingmenn Demókrata vilja þó að Sessions segi af sér og segja afsökun hans fyrir því að hafa afvegaleitt þingmenn sé ekki trúverðug.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Þetta eru algerar nornaveiðar“ Donald Trump segir Jeff Sessions ekki hafa logið og að demókratar hafi tapað tengslum við raunveruleikan. 3. mars 2017 08:01 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna boðaði til fyrr í kvöld til blaðamannafundar vegna ásakana um að hann hafi logið að þingnefnd. 2. mars 2017 21:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
„Þetta eru algerar nornaveiðar“ Donald Trump segir Jeff Sessions ekki hafa logið og að demókratar hafi tapað tengslum við raunveruleikan. 3. mars 2017 08:01
Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45
Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna boðaði til fyrr í kvöld til blaðamannafundar vegna ásakana um að hann hafi logið að þingnefnd. 2. mars 2017 21:18
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila