Fannar mætti reyndar of seint í þáttinn þar sem hann var á skíðum.
Þótt það hafi verið kalt uppi í Bláfjöllum var Fannar sjóðheitur í dagskrárliðnum Fannar skammar.
Gamli landsliðsmiðherjinn byrjaði á því að biðja aðstandendur Körfuboltakvölds og íslensku þjóðina afsökunar á frammistöðu sinni í síðasta þætti.
Fannar setti svo upp skíðahjálminn og óð af stað í sennilega bestu útgáfuna af Fannar skammar frá upphafi.
Innkomu Fannars og Fannar skammar má sjá hér að neðan.