Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. mars 2017 18:30 Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“ Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“
Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00