Sport

Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir með bronsið sitt í kvöld.
Aníta Hinriksdóttir með bronsið sitt í kvöld. Vísir/EPA
Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti.

Aníta tryggði sér þá bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í Serbíu.

Aníta varð þriðja í 800 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á eftir hinni svissnesku Selinu Büchel og hinni bresku Shelaynu Oskan-Clarke.

Aníta kunni vel við sig á verðlaunapallinum með þeim Büchel og Oskan-Clarke. Þetta er risastórt skref fyrir þessa 21 árs gömlu hlaupakonu.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Anítu á verðlaunapallinum sem og myndir af henni með þeim Selinu Büchel og Shelaynu Oskan-Clarke eftir hlaupið.

Vísir/AFP
Vísir/EPA
Vísir/Getty
Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Mynd/Fésbókarsíða FRÍ
Mynd/Fésbókarsíða FRÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×