Hrafn: Sárt að tapa líka utan vallar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:20 Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. vísir/stefán „Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00