Aníta í skýjunum og ætlar að safna kröftum í snjónum á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2017 06:30 Aníta með íslenska fánann eftir að bronsverðlaunin voru í höfn í Belgrad í gær. FRÍ Sunnudagurinn 5. mars 2017 var stór dagur fyrir íslenskar frjálsíþróttir en Ísland eignaðist þá sinn fyrsta verðlaunahafa á stórmóti í sextán ár. Aníta Hinriksdóttir endaði þessa löngu bið með því að tryggja sér brons í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti síðan Jón Arnar Magnússon fékk silfur í sjöþraut á HM í Lissabon árið 2001 og fyrstu verðlaun Íslands á EM innanhúss síðan Vala Flosadóttir fékk brons á EM í Valencia 1998.Var markmiðið „Þetta var markmiðið án þess að segja það. Ég var búin að stefna á það að komast á pall og ég hef verið í úrslitum í nokkrum mótum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aníta var með besta tímann í undanrásum og næstbesta tímann í undanúrslitum. Í úrslitunum réði Aníta ekki við Svisslendinginn Selinu Büchel og Bretann Shelaynu Oskan-Clarke sem báðar settu persónuleg met en Aníta tryggði sér bronsverðlaunin með flottu hlaupi sem var aðeins sjö sekúndubrotum frá Íslandsmeti hennar.Aníta Hinriksdóttir sést hér á verðlaunapallinum í gær ásamt Shelaynu Oskan-Clarke frá Bretlandi (silfur) og Selinu Buchel frá Sviss (gull). Aníta er mjög sátt með uppskeruna og má líka vera það.Vísir/AFP„Ég var á því tæpasta í undanúrslitahlaupinu og var þá stressuð að komast áfram. Það var fínt að fá það hlaup því við gátum farið yfir það saman og við fundum síðan eitthvað meira orkusparandi eins og í dag (í gær),“ sagði Aníta en hvernig leið henni á lokasprettinum?Passaði að missa ekki fæturna „Ég fann bara að ég var með þriðja sætið og ég reyndi bara að gefa allt í lokin og passa að missa ekki fæturna undan mér,“ sagði Aníta. Hún er fimmti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á EM innanhúss en Vala Flosadóttir (2), Jón Arnar Magnússon (2), Pétur Guðmundsson og Hreinn Halldórsson hafa unnið til verðlauna á EM. „Það er heiður að vera í þessum hópi,“ segir Aníta. Aníta rétt slapp þegar hin sænska Lovisa Lindh hrasaði í brautinni en hún var nálægt því að detta á Anítu. „Það er oft þröngt á þessum brautum innanhúss en mér leið eins og þetta hafi verið meiri heppni fyrir mig. Ég náði að komast þarna á milli og þetta var ekki verra fyrir mig,“ sagði Aníta.Mátti ekki gera mörg mistök Hún var mjög ánægð með þessa flottu uppskeru og fyrstu verðlaunin í fullorðinsflokki. „Ég er hrikalega kát með þetta enda má maður ekki gera mörg taktísk mistök til að svona gangi upp. Það er alltaf eitthvað og ég var aðeins á annarri braut en það er bara þröngt á milli og margar á sama getustigi,“ segir Aníta. Henni tókst vel að vinna sig í gegnum þreytuna en bronshlaupið var hennar þriðja á innan við þremur sólarhringum.Skokk með þjálfarunum um morguninn „Ég komst í nudd eftir hlaupið í gær og svo hugsaði ég bara um að drekka og nærast vel. Það skiptir líka miklu máli að reyna að halda sér eins afslappaðri eins og maður getur. Svo skokkum við alltaf á morgnana, ég og þjálfarinn, til að koma blóðflæðinu af stað,“ sagði Aníta létt. Íslandsmet hennar á Reykjavíkurleikunum fyrir mánuði gaf tóninn og Aníta segir það hafa gefið sér mikið. „Það var hrikalega gott að fá þetta hlaup á Reykjavíkurleikunum og það var líka vel skipulagt. Það gaf mér sjálfstraust eins og fyrir þetta mót. Það hefur gengið vel hjá mér innanhúss en ég get alveg sagt að þetta er hápunkturinn minn hingað til,“ segir Aníta sem flaug heim í morgun í snjóinn í Reykjavík.Heim í eina viku „Ég ætla að koma heim í viku og safna kröftum og svona,“ segir Aníta en hún fær kannski ekki mikla hvíld því það það vilja örugglega margir hitta hana og óska henni til hamingju. „Vonandi. Það er lúxusvandamál held ég,“ segir Aníta. „Núna tekur við léttari vika heima og grunnæfingar. Svo förum við í æfingabúðir í Bandaríkjunum í apríl. Ég held ég byrji með einu og einu hlaupi í maí til að koma mér af stað en svo HM í London það stærsta sem og EM U-23,“ segir Aníta að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Aníta Hinriksdóttir vann í dag til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM 2017 innanhúss sem fer fram í Belgrad. 5. mars 2017 16:58 Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. 5. mars 2017 17:31 Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. 5. mars 2017 22:04 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Sunnudagurinn 5. mars 2017 var stór dagur fyrir íslenskar frjálsíþróttir en Ísland eignaðist þá sinn fyrsta verðlaunahafa á stórmóti í sextán ár. Aníta Hinriksdóttir endaði þessa löngu bið með því að tryggja sér brons í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti síðan Jón Arnar Magnússon fékk silfur í sjöþraut á HM í Lissabon árið 2001 og fyrstu verðlaun Íslands á EM innanhúss síðan Vala Flosadóttir fékk brons á EM í Valencia 1998.Var markmiðið „Þetta var markmiðið án þess að segja það. Ég var búin að stefna á það að komast á pall og ég hef verið í úrslitum í nokkrum mótum,“ sagði Aníta Hinriksdóttir þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aníta var með besta tímann í undanrásum og næstbesta tímann í undanúrslitum. Í úrslitunum réði Aníta ekki við Svisslendinginn Selinu Büchel og Bretann Shelaynu Oskan-Clarke sem báðar settu persónuleg met en Aníta tryggði sér bronsverðlaunin með flottu hlaupi sem var aðeins sjö sekúndubrotum frá Íslandsmeti hennar.Aníta Hinriksdóttir sést hér á verðlaunapallinum í gær ásamt Shelaynu Oskan-Clarke frá Bretlandi (silfur) og Selinu Buchel frá Sviss (gull). Aníta er mjög sátt með uppskeruna og má líka vera það.Vísir/AFP„Ég var á því tæpasta í undanúrslitahlaupinu og var þá stressuð að komast áfram. Það var fínt að fá það hlaup því við gátum farið yfir það saman og við fundum síðan eitthvað meira orkusparandi eins og í dag (í gær),“ sagði Aníta en hvernig leið henni á lokasprettinum?Passaði að missa ekki fæturna „Ég fann bara að ég var með þriðja sætið og ég reyndi bara að gefa allt í lokin og passa að missa ekki fæturna undan mér,“ sagði Aníta. Hún er fimmti Íslendingurinn sem vinnur verðlaun á EM innanhúss en Vala Flosadóttir (2), Jón Arnar Magnússon (2), Pétur Guðmundsson og Hreinn Halldórsson hafa unnið til verðlauna á EM. „Það er heiður að vera í þessum hópi,“ segir Aníta. Aníta rétt slapp þegar hin sænska Lovisa Lindh hrasaði í brautinni en hún var nálægt því að detta á Anítu. „Það er oft þröngt á þessum brautum innanhúss en mér leið eins og þetta hafi verið meiri heppni fyrir mig. Ég náði að komast þarna á milli og þetta var ekki verra fyrir mig,“ sagði Aníta.Mátti ekki gera mörg mistök Hún var mjög ánægð með þessa flottu uppskeru og fyrstu verðlaunin í fullorðinsflokki. „Ég er hrikalega kát með þetta enda má maður ekki gera mörg taktísk mistök til að svona gangi upp. Það er alltaf eitthvað og ég var aðeins á annarri braut en það er bara þröngt á milli og margar á sama getustigi,“ segir Aníta. Henni tókst vel að vinna sig í gegnum þreytuna en bronshlaupið var hennar þriðja á innan við þremur sólarhringum.Skokk með þjálfarunum um morguninn „Ég komst í nudd eftir hlaupið í gær og svo hugsaði ég bara um að drekka og nærast vel. Það skiptir líka miklu máli að reyna að halda sér eins afslappaðri eins og maður getur. Svo skokkum við alltaf á morgnana, ég og þjálfarinn, til að koma blóðflæðinu af stað,“ sagði Aníta létt. Íslandsmet hennar á Reykjavíkurleikunum fyrir mánuði gaf tóninn og Aníta segir það hafa gefið sér mikið. „Það var hrikalega gott að fá þetta hlaup á Reykjavíkurleikunum og það var líka vel skipulagt. Það gaf mér sjálfstraust eins og fyrir þetta mót. Það hefur gengið vel hjá mér innanhúss en ég get alveg sagt að þetta er hápunkturinn minn hingað til,“ segir Aníta sem flaug heim í morgun í snjóinn í Reykjavík.Heim í eina viku „Ég ætla að koma heim í viku og safna kröftum og svona,“ segir Aníta en hún fær kannski ekki mikla hvíld því það það vilja örugglega margir hitta hana og óska henni til hamingju. „Vonandi. Það er lúxusvandamál held ég,“ segir Aníta. „Núna tekur við léttari vika heima og grunnæfingar. Svo förum við í æfingabúðir í Bandaríkjunum í apríl. Ég held ég byrji með einu og einu hlaupi í maí til að koma mér af stað en svo HM í London það stærsta sem og EM U-23,“ segir Aníta að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Aníta Hinriksdóttir vann í dag til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM 2017 innanhúss sem fer fram í Belgrad. 5. mars 2017 16:58 Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. 5. mars 2017 17:31 Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. 5. mars 2017 22:04 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Aníta Hinriksdóttir vann í dag til bronsverðlauna í 800 metra hlaupi á EM 2017 innanhúss sem fer fram í Belgrad. 5. mars 2017 16:58
Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. 5. mars 2017 17:31
Sjáið Anítu með EM-bronsið sitt | Myndir Aníta Hinriksdóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn í nítján ár til að stíga upp á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. 5. mars 2017 22:04