Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 10:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Vísir/AFP Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu. Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu.
Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira