Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 09:30 Haraldur Nelson með syni sínum Gunnari Nelson. vísir/böddi tg Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér. MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér.
MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00