Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 16:07 Þingmenn létu Jón Gunnarsson samgönguráðherra heyra það á þingi í dag. vísir Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár.Greint var frá því fyrir helgi að vegna þess að ekki fengust nægilegar fjárveitingar á fjárlögum þessa árs fyrir öllum þeim framkvæmdum sem kveðið er á um í samgönguáætlun þurfi að skera niður framkvæmdir á mörgum stöðum. Á meðal þeirra framkvæmda sem lenda undir niðurskurðarhnífnum, samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra, eru vegur um um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú yfir Hornafjarðarfljót. Gagnrýndu þingmennirnir að ráðherrann tæki ákvörðun um hvaða verkefni yrðu skorin niður án samráðs við Alþingi.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók fyrstur til máls og sagði málið vera „undarlega leikfléttu samgönguráðherra.“ Aðgerðirnar sem hann boðaði í samgöngumálum hefðu vakið furðu margra þingmanna og þá hefði þyrmt yfir marga á landsbyggðinni. „Ráðherra hefur farið óvarlega með vald sitt sem honum hefur nýlega verið gefið og vinnubrögð sem þessi munu ekki lúta neinum friði og það er mál að þingið láti til sín taka,“ sagði Guðjón. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom því næst í pontu og tók undir orð Guðjóns. „Það er algjörlega óboðlegt, ekki aðeins þegar Alþingi hefur samþykkt samgönguáætlun, heldur hefur Alþingi náð samstöðu um það hér við gerð fjárlaga hvernig eigi að forgangsraða fjármunum til samgöngumála, að framkvæmdavaldið telji sér heimilt að fara fram gegn vilja Alþingis með þessum hætti,“ sagði Katrín. Hún sagði það ekki að furða að fólk um allt land væri ósátt við þessa framgöngu ráðherrans en á meðal þeirra sem hafa mótmælt niðurskurðinum mjög eru íbúar í Berufirði sem lokuðu hringveginum í gær í mótælaskyni.„Ólíðandi og óþolandi“ Við umræðuna á þingi í dag kom fram að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefði óskað eftir sérstakri umræðu á þingi um málið en áður hafði verið greint frá því að Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis-og samgöngunefndar þingsins og samflokkskona ráðherra, hefði boðað hann á fund nefndarinnar í vikunni. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það með öllu „ólíðandi og óþolandi“ að ráðherrann gæti tekið ákvarðanir sem þessar einn síns liðs án samráðs við Alþingi. Hún sagði skiljanlega reiði krauma í samfélaginu vegna málsins og hvatti ráðherrann til að koma með það inn til þingsins svo hægt verði að ræða það efnislega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að svo virtist vera sem ráðherrann ráði þrátt fyrir að hér á landi ríki þingræði og rifjaði hún upp í því sambandi þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sleit aðildarviðræðum við Evrópusambandið án samráðs við Alþingi. „Mig langar að heyra hvað háttvirtum þingmönnum meirihlutans finnst um þetta gerræði ráðherrans og það væri mjög gagnlegt að heyra hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar finnst um þessi vinnubrögð, hvort þetta sé fúsk eða hvort þetta séu fagleg og vönduð vinnubrögð?“„Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, líkti svo samgönguráðherra við Loðvík 14. sem þekktur varð sem „sólkonungurinn.“ „Málið er ekki svo einfalt að það snúist bara um forgangsröðun verkefna eins og háttvirtur þingmaður Valgerður Gunnarsdóttir talaði um. Þetta snýst um valdmörk. Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung, hann sækir vald sitt eitthvert annað en hingað til Alþingis og ég vil þá bara beina því til frú forseta og þingmanna að við setjum á fót og skipuleggjum námskeið fyrir nýja þingmenn í valdmörkum.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þriggja þingmanna meirihlutans sem tóku þátt í umræðunum. Hann bað þingmenn um að velta fyrir sér með hvaða hætti hægt væri að beina umræðunni í skipulagðan og uppbyggilegan farveg í stað þess að ræða málið í fundarstjórn forseta með æsingi og upphrópunum. Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5. mars 2017 17:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár.Greint var frá því fyrir helgi að vegna þess að ekki fengust nægilegar fjárveitingar á fjárlögum þessa árs fyrir öllum þeim framkvæmdum sem kveðið er á um í samgönguáætlun þurfi að skera niður framkvæmdir á mörgum stöðum. Á meðal þeirra framkvæmda sem lenda undir niðurskurðarhnífnum, samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra, eru vegur um um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú yfir Hornafjarðarfljót. Gagnrýndu þingmennirnir að ráðherrann tæki ákvörðun um hvaða verkefni yrðu skorin niður án samráðs við Alþingi.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók fyrstur til máls og sagði málið vera „undarlega leikfléttu samgönguráðherra.“ Aðgerðirnar sem hann boðaði í samgöngumálum hefðu vakið furðu margra þingmanna og þá hefði þyrmt yfir marga á landsbyggðinni. „Ráðherra hefur farið óvarlega með vald sitt sem honum hefur nýlega verið gefið og vinnubrögð sem þessi munu ekki lúta neinum friði og það er mál að þingið láti til sín taka,“ sagði Guðjón. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom því næst í pontu og tók undir orð Guðjóns. „Það er algjörlega óboðlegt, ekki aðeins þegar Alþingi hefur samþykkt samgönguáætlun, heldur hefur Alþingi náð samstöðu um það hér við gerð fjárlaga hvernig eigi að forgangsraða fjármunum til samgöngumála, að framkvæmdavaldið telji sér heimilt að fara fram gegn vilja Alþingis með þessum hætti,“ sagði Katrín. Hún sagði það ekki að furða að fólk um allt land væri ósátt við þessa framgöngu ráðherrans en á meðal þeirra sem hafa mótmælt niðurskurðinum mjög eru íbúar í Berufirði sem lokuðu hringveginum í gær í mótælaskyni.„Ólíðandi og óþolandi“ Við umræðuna á þingi í dag kom fram að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefði óskað eftir sérstakri umræðu á þingi um málið en áður hafði verið greint frá því að Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis-og samgöngunefndar þingsins og samflokkskona ráðherra, hefði boðað hann á fund nefndarinnar í vikunni. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það með öllu „ólíðandi og óþolandi“ að ráðherrann gæti tekið ákvarðanir sem þessar einn síns liðs án samráðs við Alþingi. Hún sagði skiljanlega reiði krauma í samfélaginu vegna málsins og hvatti ráðherrann til að koma með það inn til þingsins svo hægt verði að ræða það efnislega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að svo virtist vera sem ráðherrann ráði þrátt fyrir að hér á landi ríki þingræði og rifjaði hún upp í því sambandi þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sleit aðildarviðræðum við Evrópusambandið án samráðs við Alþingi. „Mig langar að heyra hvað háttvirtum þingmönnum meirihlutans finnst um þetta gerræði ráðherrans og það væri mjög gagnlegt að heyra hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar finnst um þessi vinnubrögð, hvort þetta sé fúsk eða hvort þetta séu fagleg og vönduð vinnubrögð?“„Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, líkti svo samgönguráðherra við Loðvík 14. sem þekktur varð sem „sólkonungurinn.“ „Málið er ekki svo einfalt að það snúist bara um forgangsröðun verkefna eins og háttvirtur þingmaður Valgerður Gunnarsdóttir talaði um. Þetta snýst um valdmörk. Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung, hann sækir vald sitt eitthvert annað en hingað til Alþingis og ég vil þá bara beina því til frú forseta og þingmanna að við setjum á fót og skipuleggjum námskeið fyrir nýja þingmenn í valdmörkum.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þriggja þingmanna meirihlutans sem tóku þátt í umræðunum. Hann bað þingmenn um að velta fyrir sér með hvaða hætti hægt væri að beina umræðunni í skipulagðan og uppbyggilegan farveg í stað þess að ræða málið í fundarstjórn forseta með æsingi og upphrópunum.
Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5. mars 2017 17:51 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5. mars 2017 17:51