Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 23:30 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa. Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa.
Donald Trump Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira