Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 23:30 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa. Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Dimitry Peskov, talsmaður Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, segir að móðursýkisleg umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum sé um að kenna fyrir versnandi samskipti ríkjanna tveggja. Þetta kemur fram í viðtali CNN fréttastofunnar við Peskov. Hann segir að ásakanir um að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember síðastliðnum, standist ekki skoðun. „Það er kominn tími á að einhver í Bandaríkjunum hugsi: „Erum við virkilega svo veikburða land að annað land geti hreinlega skipt sér af innanlandsmálum okkar og haft áhrif á kosningakerfið okkar?“ Peskov segir að fjölmiðlar vestanhafs verði að átta sig á því að slíkt geti ekki verið satt. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu misserin um tengsl Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við Rússa en nú síðast kom í ljós að dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans, Jeff Session, átti í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttu Trump stóð en áður hafði hann sagt undir eiðstaf að slíkt hefði ekki átt sér stað. Sessions sagði sig meðal annars frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa vegna þessa. Þá varð þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn, að segja af sér vegna samskonar samskipta við rússneska ráðamenn. Peskov heldur því fram að Rússar hafi ekki komið nálægt bandarískum stjórnmálum. „Við ætlum okkur alls ekki að skipta okkur af. Það eina sem ég get sagt ykkur er að öll þessi móðursýki sem má finna í opinberum fjölmiðlum í Washington og í Bandaríkjunum, er að stórskaða samskipti þessa ríkja.“ Hann segir að staða Bandaríkjanna innan alþjóðasamfélagsins sé hreinlega of mikilvæg til þess að það geti verið Rússum í hag að vinna gegn stöðugleika í stjórnkerfi landsins. Peskov telur að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu slæm um þessar mundir sé einungis tímaspursmál hvenær þau batni. „Ég held þau muni batna á einhverjum tímapunkti, já. Við ættum ekki að hugsa í dögum eða mánuðum, heldur ættum við að reyna að hugsa þetta lengra eins og Kínverjar, þeir hugsa mörg ár fram í tímann.“ Samskipti ríkjanna hafa verið afar stirð í langan tíma, allt frá innlimun Rússa á Krímsskaga árið 2014 en samskiptin náðu nýjum lægðum í nóvember síðastliðnum þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að reka 35 rússneska erindreka úr landi vegna tölvuárása Rússa.
Donald Trump Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira