Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2017 10:00 Khabib með Joe Rogan. vísir/getty UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst. MMA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst.
MMA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira