Flugmenn WOW í klandri eftir daður í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2017 16:15 Fjör í fluginu. Mynd/ Penelope Louis Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana. WOW Air Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Flugmenn í flugi WOW-air frá San Francisco til Keflavíkur þann 23. febrúar eiga von á tiltali eftir að þeir skiptust á myndum við tvo farþega vélarinnar meðan á fluginu stóð. WOW segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en að hegðun flugmannanna hafi þó ekki verið til eftirbreytni. Farþegarnir, hin breska Penelope Louis og Bandaríkjamaðurinn Nicole Villagran, ákváðu að stytta sér stundir í fluginu langa með því að taka af sér sjálfsmynd á síma annarrar þeirra og deila henni áfram með svokölluðu „Airdrop“ sem reiðir sig á Bluetooth-tækni símans. Þar sem ekki er boðið upp á þráðlaust net í vélum WOW gátu einungis þeir sem einnig höfðu kveikt á Bluetooth í símum sínum nálgast myndina. Í þessu tilfelli voru það flugmenn vélarinnar sem svöruðu þeim Louise og Villagran með sjálfsmynd úr flugstjórnarklefanum.„Alltaf fjör frammí,“ skrifuðu flugmennirnir með myndinni sem reyndist upphafið á fjörugu samtali þeirra á milli sem netverjar hafa sett stórt spurningarmerki við. „Ættu flugmennirnir ekki að fylgjast með því sem þeir eru að gera?“ spyr einn við færslu Louise sem heldur úti ferðabloggsíðunni Flyaway Girl á meðan einn kaldhæðinn segir að „augljóst sé að það að fljúga vélinni sé ekkert sérstaklega mikilvægt.“ Einn óhress á Facebook bætir við: „Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að vita til þess að áhöfnin sé að taka sjálfsmyndir í flugstjórnarklefanum. Fjandinn hafi það!“ Flestir þeirra sem bregðast við færslunni eru þó á því að lítil hætta hafi verið á ferðum og að uppátæki flugmannanna hafi verið saklaust og skemmtilegt. Þeirra á meðal er flugfélagið sjálft sem deildi færslu Louise á síðum sínum á Twitter á Facebook. WOW hefur nú hins vegar fjarlægt færslurnar.WOW air deildi færslu Nicole en hefur nú eytt deilingunni.Sjálfstýringin sá um málið Í svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, að flugfélagið telji að öryggi farþega hafi ekki verið ógnað í þessu flugi. „Flugvélar nú til dags eru búnar háþróuðum sjálfstýringum (auto pilot) sem leyfa það að flugmenn þurfa ekki að halda um stýri og handfljúga langar leiðir á meðan vélin er í flughæð. Sem dæmi tala bæði ICAO og EASA um „Controlled Rest“ sem leið fyrir flugmenn (einn hvílist í einu) til að leggja sig þurfi flugmenn á því að halda. Í þessu tilfelli áttu þessi samskipti sér stað í hvíld á flugi frá San Francisco á leið til Keflavíkur.“ WOW air mæli þó ekki með því að flugmenn séu í samskiptum við farþega með „AirDrop" í gegnum farsíma eða önnur tæki á meðan á flugi stendur. Notkun raftækja svo sem Ipad í stjórnklefa er mjög algeng hjá flugfélögum að sögn Svanhvítar þar sem að flest flugfélög vilja síður nota kort og pappír eins og áður fyrr en það sparar til dæmis eldsneyti og pappír. Málið verði rannsakað nánar og rætt verður við flugstjórana.
WOW Air Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun